Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2013 | 20:00

GO: Unglingar í Oddi – Jón Otti og Sandra Ósk fengu viðurkenningu

Sunnudaginn 13. janúar var tilkynnt um val á íþróttamanni- og konu ársins í Garðabæ.

Við sama tækifæri voru efnilegustu unglingum í hverri íþrótt veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, dugnað og ástundun.

Golfklúbburinn Oddur átti tvo fulltrúa í þessum glæsilega hópi, en það voru þau Jón Otti Sigurjónsson, 12 ára, og Sandra Ósk Sigurðardóttir, 14 ára.

Golf 1 óskar þeim til hamingju með frábæran árangur!