Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2013 | 11:30

Tiger og Elin Nordegren saman aftur?

Skv. hinu mjög svo áreiðanlegu kjaftasögublaði, National Enquirer (NE), vill Tiger kvænast Elinu Nordegren að nýju og býður henni gull og græna skóga til þess að fá hana aftur. Í blaðinu kemur fram að Tiger hafi jafnvel beðið Elínar um jólin, með því að fara á hnén og gefa henni hring.

Nordegren er að hugsa sig um, en vill að sett verði $350 milljóna hjúskaparbrotsklausa í kaupmála þeirra á milli, sem gengur út á að Tiger verði að inna umrædda fjárhæð af hendi haldi hann framhjá Elínu.

Sú fjárhæð er meir en helmingur eigna Tiger sem metnar eru á $600 milljónir.

„Tiger hvikaði í engu frá ásetningi sínum við kröfuna. Jafnvel þó endurskoðendur hans segi honum að hann sé brjálæður þá er hann tilbúinn að skrifa undir slíkan kaupmála og ákveða nýja dagsetningu á brúðkaupi þeirra,“ sagði heimildarmaður NE, sem ekki vill láta nafn síns getið.

„Tiger hefir aldrei jafnað sig á því að Elín fór frá honum. Hann hefir farið á stefnumót með fullt af módelum og bimbó-um, en engin þeirra var meira en einnar nætur gaman.“

NE þykist hafa heimildir fyrir að Tiger og Elín Nordegren hafi tekið upp samband að nýju.

„Tiger kom við í leiguhúsnæði Elínar þegar börnin voru í burtu með barnapíunni […],“ sagði heimildarmaðurinn ókunni m.a. við National Enquirer.

Tiger og Elín kynntust fyrir tilstilli sænska kylfingsins Jesper Parnevik, þegar Elín var barnapía hjá honum. Þau trúlofuðust í nóvember 2003 og giftust ári síða í nóvember 2004. Þau eiga tvö börn, en hjónabandið fór út um þúfur eftir að Nordgegren uppgötvaði að Tiger hefði oft og mörgum sinnum haldið fram hjá sér með fjölda kvenna.

Mikið var gert úr því að hún hefði komist að því á Þakkargjörðarhátiðinni í nóvember 2009 og í framhaldinu ráðist á Tiger, sem keyrði bíl sínum á tré. (Tiger hefir borið allar slíkar sögusagnir tilbaka og vísað þeim á bug – ótrúleg smekkleysa hjá NE að rifja þetta upp).

Eftir skilnaðinn við Tiger hefir Elín átt í sambandi við billjónamæringinn Jamie Dingman og hafnarboltaleikmanninn Douglas Murray.

Woods og Nordegren hafa ekki búið saman frá 2010, en Nordegren hefir m.a. byggt nýja villu í Palm Beach, Florída.