Signý Marta Böðvarsdóttir , GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 16. 2013 | 23:00

GR: Signý Marta Böðvarsdóttir sigraði á 1. púttmóti GR-kvenna – með 29 pútt!

Fyrsta púttmót GR-kvenna, veturinn 2013, fór fram í kvöld.  Það voru 78 konur sem komu saman og munduðu pútterana. Sú sem var hlutskörpust á 1. púttmótinu var Signý Marta Böðvarsdóttir, með 29 pútt.

Elín Sveinsdóttir í kvennanefnd GR lýsti 1. púttmóti GR-kvenna 2013 svo: „Það var ekki að sjá að konur væru að vakna af vetrardvala í kvöld þegar fyrsta púttkvöld vetrarins fór fram í Korpunni.
Ríflega 70 GR konur streymdu að og um tíma komust færri að en vildu. Greinilegt að flestar kjósa að vera mættar strax við opnun hússins kl. 18.30.

Skorið gaf alveg til kynna hvað er í vændum; hækkandi sól og skemmtilegar stundir á golfvellinum. Það er ljóst að við GR konur komum ákafar til leiks og ætlum okkur stóra hluti á nýju ári.
Mest er um vert að hittast og halda hópinn, spjalla og spá og það gerðum við í kvöld.
Það er kraftur og gleði í þessum hópi sem mun örugglega skila okkur meiri samheldni og þar með ánægjulegri samveru á golfvellinum.“

Skoða má stöðuna í heild með því að smella hér að neðan:

Pútt 1-2013.xls
Staða efstu 20 kvenna eftir  1. púttmót GR-kvenna er eftirfarandi: 
Röð Nafn 1 2 3 4 5 6 7 8 Samtals 4 Bestu
1 Signý Marta Böðvarsdóttir 29 29 29
2 Auðbjörg Erlingsdóttir 30 30 30
2 Gerður Jensdóttir 30 30 30
2 Ágústa Bárudóttir 30 30 30
2 Ásdís Kristjánsdóttir 30 30 30
2 Stella Hafsteinsdóttir 30 30 30
7 Elín Sveinsdóttir 31 31 31
7 Auður Kristjánsdóttir 31 31 31
7 Ragnhildur Guðjónsdóttir 31 31 31
7 Fríða Ingvarsdóttir 31 31 31
7 Nanna Björg Lúðvíksdóttir 31 31 31
12 Margrét Richter 32 32 32
12 Kristín Þóra Helgadóttir 32 32 32
12 Kristín Eggertsdóttir 32 32 32
12 Lára Eymundsdóttir 32 32 32
12 Elín Ingimundardóttir 32 32 32
12 Guðrún Kristinsdóttir 32 32 32
12 Hulda Sigtryggsdóttir 32 32 32
12 Björg Cortes 32 32 32
12 Sigríður M. Kristjánsdóttir 32 32 32
12 Guðrún Jóna Óskarsd 32 32 32