Púttmót Keiliskvenna nr. 1 – 16. janúar 2013
Afmæliskylfingar dagsins: Ásta Birna Magnúsdóttir og Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2013
Afmæliskylfingar dagsins eru Ásta Birna Magnúsdóttir og Kristján Þór Gunnarsson. Ásta Birna er fædd 16. janúar 1988 og á því 25 ára merkisafmæli í dag – Kristján Þór er fæddur 16. janúar 1958 og er því 55 ára. Ásta Birna býr í Þýskalandi sem stendur og leikur þar með Golf Club Lippstadt, en var þar áður í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Kristján Þór er í GKG. Ásta Birna er í sambandi með Markus Kröner en Kristján Þór kvæntur Guðrúnu Huldu Birgisdóttur og eiga þau 4 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Ásta Birna Magnúsdóttir (25 ára – Lesa meira
Monty heitir McGinley stuðningi sínum
Eftir að hafa tapað í fyrirliðakapphlaupinu hefir Colin Montgomerie lýst algerum stuðningi við Paul McGinley og boðist til þess að aðstoða hann á hvern þann hátt sem hann getur. Í raun var Monty búinn að lýsa því yfir að hann myndi aldrei aftur taka við fyrirliðastöðunni eftir að hafa áður gegnt henni 2010 og stýrt Evrópu til sigurs í Celtic Manor. Að vera fyrirliði er tímafrekt og mikil vinna. Það var bara eftir að þessi vitleysis orðrómur kom upp um að það þyrfti mikinn persónuleika til þess að standa við hlið goðsagnar á borð við Tom Watson, sem augu allra hvörfluðu aftur að Monty…. og hann skoraðist auðvitað ekki undan. Lesa meira
McGinley þakkar McIlroy fyrir stuðninginn
Paul McGinley þakkaði landa sínum Rory McIlroy, nr. 1 á heimslistanum í golfi í gær, fyrir stuðninginn og hlut hans í því að hann var valinn fyrirliði liðs Evrópu í Ryder bikarnum 2014. McGinley sagði m.a.: „Maður verður auðmjúkur og þetta er vika (Ryder Cup vikan 2014) sem ég hlakka virkilega til. Ég vissi að ég átti stuðning leikmannanna – ekki bara Rory.“ „Ef Rory kemst ekki í liðið af eiginn sjálfsdáðum, þá á hann góða möguleika á að vera val fyrirliðans núna!“ grínaðist McGinley. Í viðtali sem tekið var við Rory sagði nr. 1 á heimslistanum m.a.:„Mér er sama þó við séum í Davíð og Golíats stöðu hvað varðar Lesa meira
Rory telur að tvít sín hafi haft nokkur áhrif á að McGinley fékk fyrirliðastöðuna – Myndskeið
Rory McIlroy telur að stuðningur sinn og tvít hafi haft nokkur áhrif á það að Paul McGinley fékk fyrirliðastöðuna í liði Evrópu í Ryder Cup 2014. En hann var líka fljótur að bæta við að það hafi ekki bara verið stuðningi sínum að þakka heldur einnig flestra annarra leikmanna í kraftaverkaliðinu í Medinah; mönnum á borð við Ian Poulter, Luke Donald, Graeme McDowell og Justin Rose. Það að svo margir leikmenn frá því í Medinah 2012 og sem líklega verða líka með í næsta Ryder Cup liði Evrópu 2014 lýstu svo eindregnum stuðningi við einn frambjóðanda í fyrirliðastöðuna hefir opnað á umræður um hvort liðsmenn eigi ekki í framtíðinni að Lesa meira
McGinley g. Watson – Viðureign Davíðs og Golíat?
Breska dagblaðið The Sun birti ágætis grein í gær þar sem fram kemur að Paul McGinley viðurkenni að viðureign hans við Tom Watson megi líkja við golflega viðureign Davíðs við Golíat. Nývalinn fyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu viðurkennir að ferill sinn sé veigalítill í samanburði við feril bandarísku golfgoðsagnarinnar Tom Watson. McGinley, 46 ára, hefir t.a.m. aldrei verið meðal 5 efstu í risamótum meðan Watosn hefir sigrað 8 sinnum, þ.á.m. 5 sinnum á Opna breska. Og 4 sigrar Írans (McGinley) blikna við hlið 70 sigranna sem Watson hefir í beltinu. En báðir eru ósigraðir í Ryder bikarnum, þar sem McGinley á sína frægustu stund, þegar hann setti niður sigurpúttið á Lesa meira
Tom Watson óskar Paul McGinley til hamingju með fyrirliðastöðuna
Fyrirliði Bandaríkjamanna, Tom Watson, óskaði nýkjörnum fyrirliða liðs Evrópumanna í Ryder bikarnum, Paul McGinley, til hamingju í gærkvöldi með útnefninguna sem fyrirliði. Flestir voru hissa á vali Bandaríkjamanna á Watson sem fyrirliða, en Bandaríkjamenn eru ákveðnir í að hefna ófaranna í síðustu Ryder bikarkeppni, á heimavelli Evrópumanna í Gleneagles, Skotlandi, 2014. Þar sem val Bandaríkjamanna var „stórt nafn“ hálfgerð golfgoðsögn (Watson) þá varð það til þess að Colin Montgomerie kom til tals sem fyrirliði, sem maður sem ekki mundi visna við hlið Watsons. Hinir sem orðaðir voru við fyrirliðastöðuna voru Skotinn Paul Lawrie og Norður-Írarnir Paul McGinley og Darren Clarke en sá síðastnefndi dró sig þó fljótt úr kapphlaupinu um Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Paul McGinley?
Nú rétt í þessu var Paul McGinley valinn fyrirliði liðs Evrópumanna í Ryder bikarnum, sem mætir liði Tom Watson í Gleneagles, í Skotlandi, 2014. En hver er kylfingurinn Paul McGinley? Paul McGinley fæddist 16. desember 1966 í Dublin á Írlandi og er því nýorðinn 46 ára. Hann býr í Sunningdale á Englandi. McGinley gerðist atvinnumaður í golfi 1991 þ.e. fyrir 22 árum. Á ferli sínum hefir hann sigrað alls 9 sinnum, þar af 4 sinnum á Evrópumótaröðinni. McGinley er frægastur fyrir að setja niður 3,5 metra sigurpútt Evrópumanna í Ryder bikarnum 2002 þegar hann bar sigurorð af Jim Furyk á Belfry. Hér má sjá myndskeið þar sem Paul McGinley tjáir Lesa meira
Paul McGinley er nýr fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu 2014
Það var tilkynnt nú fyrir skemmstu að Paul McGinley hefði verið valinn fyrirliði Ryder bikarsliðs Evrópumanna, 2014. Paul McGinley er 46 ára, fædudur 16. desember 1966. Hann bar sigur af Colin Montgomerie í atkvæðagreiðslu leikmannanefndar Evrópumótaraðarinnar, sem fundað hefir um veitingu fyrirliðastöðunnar í Ryder bikarnum 2014, í Abu Dhabi í dag. McGinley er fyrsti Írinn til að gegna fyrirliðastöðu í Ryder Cup. McGinley hlaut stuðning einhverra stærstu nafnanna í Ryder bikars kraftaverksliði Evrópumanna 2012 í Medinah; þ.e. frá nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, fv. nr. 1 á heimslistanum Luke Donald, Ian Poulter, Graeme McDowell og Justin Rose, eins og Golf 1 greindi frá í dag. Darren Clarke var búinn að draga Lesa meira
Rory vakti til að horfa á kærestuna sigra
Flestar fréttir í dag og gær virðast vera af nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy. Hér er ein í viðbót. Rory fór seint að sofa í gær, sem hafði svolítið að gera með viðhafnaratburðinn sem Nike Golf stóð, fyrir þar sem opinberlega var tilkynnt um nýjasta liðsfélaga Nike, Rory. Á eftir viðburðinn í gær í Abu Dhabi sem líktist helst flottum útitónleikum, fór Rory upp á hótel og horfði langt fram á nótt kærestu sína, Caroline Wozniacki vinna fyrstu umferð sína í Australian Open, í þremur settum. „Henni finnst gaman að spila 3 sett,“ sagði syfjaður Rory í morgun í Abu Dhabi Golf Club. „Þetta er erfitt en mér fannst bara Lesa meira









