Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2013 | 10:15

Þegar byrjað að snúa út úr nýju Nike-auglýsingunni með Rory og Tiger – Myndskeið

Nú á mánudaginn s.l., 14. janúar 2013, var tilkynnt um 10 ára milljóna auglýsingasamning Nike við Rory McIlroy.

Sama dag var hleypt af stokkunum nýrri Nike auglýsingu, með þeim Rory og Tiger, sem ber heitið „No Cup is Safe.“

Sjá má myndskeið af „No Cup is Safe“ með því að SMELLA HÉR: 

Nú er búið að gera útúrsnúning af auglýsingunni, en hann heitir „No Cup is Safe or Big Enough.“  Sá sem snýr út úr er enski golfkennarinn Mark Crossfield, sem skrifar á vefnum undir heitinu „The Golf Guru“  og einn aðstoðarmanna hans.

Sjá má útúrsnúninginn með því að SMELLA HÉR: