Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2013 | 10:00

Rory spilaði 1. hring á Abu Dhabi HSBC Golf Championship illa með nýju Nike kylfunum

Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, er neðarlega á skortöflunni eftir 1. hring sinn á Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Hann kom í hús á 3 yfir pari, 75 höggum og er sem stendur í 108. sæti.  Það var skelfing að sjá til hans í nótt á Abu Dhabi golfvellinum, höggin fóru oft ekki þangað sem þeim var ætlað, þótt inn á milli hafi sést glitta í „gamla Rory“ og pútterinn var dauður. Honum tókst oft að bjarga pari á undraverðan hátt og þetta hefir örugglega verið mikil barátta fyrir hann. Verst gekk Rory á 15. og 3. holu en á þær báðar fékk hann skramba. Að öðru leyti fékk hann 1 skolla, 13 pör og 2 fugla. Óvenjulegt hjá besta kylfingi heims en kannski skiljanlegt í ljósi þess að hann þarf að venjast nýja útbúnaðnum.

Martin Kaymer gekk best í „Tiger-hollinu“ spilaði á 1 undir pari og Tiger Woods, sjálfur var á parinu. Efstur sem stendur er Wales-verjinn Jamie Donaldson, sem skilaði sér í hús á 5 undir pari, 67 höggum, fékk 6 fugla, 11 pör og 1 skolla.  Þeir sem deila 2. sætinu, sem stendur eru annar í TEAM NIKE, Daninn Thorbjörn Olesen, sem ásamt Spánverjanum Pablo Larrazabal spilaði 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR: