
Rory spilaði 1. hring á Abu Dhabi HSBC Golf Championship illa með nýju Nike kylfunum
Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, er neðarlega á skortöflunni eftir 1. hring sinn á Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Hann kom í hús á 3 yfir pari, 75 höggum og er sem stendur í 108. sæti. Það var skelfing að sjá til hans í nótt á Abu Dhabi golfvellinum, höggin fóru oft ekki þangað sem þeim var ætlað, þótt inn á milli hafi sést glitta í „gamla Rory“ og pútterinn var dauður. Honum tókst oft að bjarga pari á undraverðan hátt og þetta hefir örugglega verið mikil barátta fyrir hann. Verst gekk Rory á 15. og 3. holu en á þær báðar fékk hann skramba. Að öðru leyti fékk hann 1 skolla, 13 pör og 2 fugla. Óvenjulegt hjá besta kylfingi heims en kannski skiljanlegt í ljósi þess að hann þarf að venjast nýja útbúnaðnum.
Martin Kaymer gekk best í „Tiger-hollinu“ spilaði á 1 undir pari og Tiger Woods, sjálfur var á parinu. Efstur sem stendur er Wales-verjinn Jamie Donaldson, sem skilaði sér í hús á 5 undir pari, 67 höggum, fékk 6 fugla, 11 pör og 1 skolla. Þeir sem deila 2. sætinu, sem stendur eru annar í TEAM NIKE, Daninn Thorbjörn Olesen, sem ásamt Spánverjanum Pablo Larrazabal spilaði 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum.
Til þess að sjá stöðuna á Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024