Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2013 | 12:45

GSG: Gleymdi einhver golfskónum sínum í Sandgerði s.l. helgi?

Þessir bláu golfskór (sjá mynd) sáust við golfskálann í Sandgerði s.l. helgi.

Skyldi einhver hafa gleymt golfskónum sínum í fyrsta móti ársins í Sandgerði, „Golfbúðin Janúarmót GSG Nr. 1″, sem fram fór laugardaginn s.l., 12. janúar 2013?

Þegar betur var að gáð kom í ljós að þetta voru tveir steinar sem höfðu verið svo listilega málaðir, að þeir líktust bláum golfskóm!

Kannski að þeir verði einkennandi fyrir Kirkjubólsvöll líkt og kókdósin á Hamarsvelli í Borgarnesi. Hver veit?

A.m.k. er gaman að sjá hversu snyrtilegur Kirkjubólsvöllur er og hversu mikið hefir verið nostrað við völlinn, í formi bláu golfskónna en líka allra göngustíga og merkinga. Til stendur að koma upp söguskiltum við hverja braut og verður gaman að sjá þegar þau verða komin upp!