Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 17. 2013 | 14:55

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Peter Erofejeff – (24. grein af 28)

Hér verður fram haldið að kynna einn af 3 kylfingum sem deildu 4. sætinu í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfvöllunum í Girona á Spáni 24.-29. nóvember 2012. Búið er að kynna Þjóðverjann Moritz Lampert og í kvöld verður Peter Erofejeff frá Finnlandi kynntur.

Peter Erofejeff fæddist 5. janúar 1983 og er því nýorðinn 30 ára.  Erofejeff byrjaði að spila golf þegar hann var 7 ára, þegar hann fór með pabba á völlinn og kaddýaðist fyrir hann. Síðan átti Erofejeff farsælan áhugamannaferil. Hann var í finnska hernum 2004-2006 og eftir að því lauk gerðist hann atvinnumaður í golfi og hóf ferilinn á Nordea Tour.

Hann var einn af fáum sem fór í gegnum öll 3 stigin í úrtökumótum Evrópmótaraðarinnar 2012 og átti m.a.s. á hættu að missa af fæðingu fyrsta barns síns til þess að ná kortinu sínu á Evrópumótaröðina 2013. Og það tókst s.s. um munaði T-4 og kortið í höfn …. og fæðingu barns Erofejeff seinkaði sem betur fer þannig að hann var viðstaddur fæðinguna þó kona hans hefði tekið af honum loforð um að hann myndi verða í Girona sama hvað gerðist.  En allt fór vel!!

Erofejeff kom sér í gegnum 1. stigið; varð T-11 á 2. stigi í Lumine Golf and Beach Club þökk sé lokahring upp á 67 og varð síðan T-4 á lokaúrtökumótinu (uppreiknað í 5. sæti) með hringi upp á 72, 67, 66, 73, 69 og 70.

Helsta átrúnðargoð Erofejeff er landi hans Mikko Ilonen. Erofejeff á sér mörg áhugamál m.a. veiðar og lestur góðra bóka.