GKG: Eva María Gestsdóttir, Viktor Markússon, Elísabet Ágústsdóttir, Magnús Friðrik Helgason, Kristófer Orri Þórðarson og Særós Eva Óskarsdóttir sigruðu á 1. púttmóti barna- og unglinga í GKG
Fyrsta mótið af níu í púttmótaröð barna og unglinga í GKG fór fram í Kórnum, laugardaginn 12. janúar þ.e. fyrir viku. Alls mættu 40 krakkar og tóku hring. Þátttaka var ókeypis og hvetur GKG alla til að mæta í næstu mót. Mótin fara fram á tveggja vikna fresti og verður því næsta mótið 26. janúar þ.e. eftir viku. Hér fyrir neðan má sjá árangur þeirra er náðu lægsta skorinu í hverjum flokki, en heildarúrslit má sjá með því að SMELLA HÉR: 12 ára og yngri stelpur Eva María Gestsdóttir 30 12 ára og yngri strákar Viktor Markússon 28 13 – 15 ára stúlkur Elísabet Ágústsdóttir 28 13 – 15 ára Lesa meira
PGA: Roberto Castro og Jamie Hahn í forystu þegar Humana Challenge er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags
Það eru Bandaríkjamennirnir Roberto Castro og Jamie Hahn, sem eru efstir þegar Humana Challenge, sem fram fer í PGA West, La Quinta í Kaliforníu, er hálfnað. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 14 undir pari, 130 höggum (63 67). Aðeins 1 höggi á eftir þeim eru Darron Stiles, Scott Stallings og Richard H. Lee. 9 kylfingar deila síðan 6. sætinu á 13 undir pari, 131 höggi, hver þ.á.m. Ástralarnir Greg Chalmers og Aron Baddeley ásamt þriðja forystumanni gærdagsins Jason Kokrak. Á 11 undir pari, hver, eru síðan 7 aðrir kylfingar, sem deila 15. sætinu, en þeirra á meðal er nýliðinn Russell Henley. Þekktari nöfnin sjást eftir því sem Lesa meira
GSS: Elvar, Árný og Hekla fulltrúar GSS við útnefningu UMSS á Íþróttamanni ársins 2012
Ungmennasamband Skagafjarðar hélt samkomu föstudaginn 28.desember s.l. þar sem útnefndur var íþróttamaður ársins fyrir árið 2012. Einnig fengu ungir og efnilegir íþróttamenn í Skagafirði viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu Golfklúbbur Sauðárkróks átti að sjálfsögðu fulltrúa á þessari samkomu. Árný Lilja Árnadóttir var í kjöri til íþróttamanns ársins frá GSS. Hún átti mjög gott ár á golfvöllunum Norðanlands á s.l. ári, 2012; sigraði fjölda móta og leiddi kvennasveit GSS til sigurs í sveitakeppni GSÍ 2.deild á Ólafsfirði. Þá fengu þau Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir og Elvar Ingi Hjartarson viðurkenningar sem ungt og efnilegt íþróttafólk. Íþróttamaður ársins í Skagafirði 2012 var síðan hestakonan Metta Manseth og óskar GSS henni hjartanlega til hamingju Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Felicity Johnson – (21. grein af 27)
Það var enska stúlkan Felicity Johnson sem var ein í 7. sæti í lokaúrtökumóti Q-school LPGA, sem fram fór á Daytona Beach 28. nóvember – 2. desember 2012. Felicity Johnson er fædd 26. febrúar 1987 og er því 25 ára. Golf 1 hefir áður verið með kynningu á þessari viðkunnanlegu, rauðhærðu stúlku þ.e. eftir að hún sigraði öllum á óvörum á Lacoste Open á París International golfvellinum, 2. október 2011. Sjá má kynninguna á Felicity Johnson með því að SMELLA HÉR: Helsti stuðningsaðili Felicity er Harborne golfklúbburinn, þar sem hún var félagi á Englandi.
Evróputúrinn: Tiger og Rory komust ekki í gegnum niðurskurð í Abu Dhabi – Justin Rose efstur þegar mótið er hálfnað
Þeir, sem fengu mest greitt fyrir bara það að mæta og þeir sem mesta athyglin beindist að eru báðir úr leik á fyrstu mótum þeirra á dagskránni 2013 Abu Dhabi HSBC Golf Championship. För þeirra Rory McIlroy og Tiger Woods til Abu Dhabi var afar sneypuleg. Heimsins besti, Rory McIlroy spilaði á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (75 75) og var 4 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð. Tiger stóð sig litlu skár, spilaði á 3 yfir pari, 147 höggum (72 75) og var 1 höggi frá því að komast í gegnum niðurskurð. Justin Rose virðist finna sig einstaklega vel í eyðimörkinni og eru þegar farin að Lesa meira
GÁS: Aðalfundur Golfklúbbs Ásatúns fer fram á morgun laugardaginn 19. janúar 2013
Aðalfundur Golfklúbbs Ásatúns verður haldinn laugardaginn 19. janúar 2013 kl. 14.00 í Golfskálanum Snússu. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
Afmæliskylfingur dagsins: Alexandra Vilatte – 18. janúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Alexandra Vilatte. Alexandra er fædd 18. janúar 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hún spilar á LET og má sjá kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Buell Patrick Abbott f. 18. janúar 1912 – d. 1984; Guðný María Guðmundsdóttir, GVS, 18. janúar 1955; Belinda Kerr, 18. janúar 1984 (sjá eldri afmælisgrein um hana með því að SMELLA HÉR:) …… og ……. Heiðar Ingi Svansson Saumastofa Jóku (47 ára) Þóra Jónsdóttir (49 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein Lesa meira
Mótaskrá GSÍ 2013 er komin út
Golfsambandið hefir gefið út mótaskrá fyrir árið 2013. Frá og með 16. janúar 2013 hefir verið hægt að nálgast mótaskrá GSÍ á forsíðu www.golf.is (hlekkur). Það er ljóst að framundan er annasamt golfár og er það von allra sem að mótaskránni koma að þátttakan í mótunum verði góð eins og áður. Eimskipsmótaröðin verður á sínum stað en hún hefst 24.mai á Garðavelli, Akranesi. Mótaraðir unglinga hefjast 18.mai á Þorlákshafnarvelli Þorlákshöfn (Mótaröð unglinga) og á Húsatóftavelli Grindavík (Áskorendamótaröðin). Í ár verða sjö mót á mótaröð unglinga í stað sex áður. Meistaramót klúbbana verða síðan á tímabilinu 30.júní til 13.júlí en nánari upplýsingar er að finna hjá einstaka klúbbum. Til þess að sjá mótaskrá GSÍ Lesa meira
PGA: Russell Henley meðal efstu manna á Humana Challenge – Castro, Kokrak og Hahn leiða – Hápunktar 1. dags
Nýliðinn Russell Henley er meðal efstu manna á Humana Challenge mótinu, sem hófst í gær á PGA West, (Palmer vellinum) í La Quinta, Kaliforníu. Russell Henley komst í fréttirnar um síðustu helgi þegar hann vann Sony Open svo eftirminnilega, í fyrsta PGA móti sínu sem fullgildur PGA félagi. Nú deilir Henley 4. sæti (ásamt Áströlunum Aron Baddeley og Greg Chalmers og landa sínum Doug LaBelle) og er 1 höggi á eftir 3 forystumönnum 1. dags þeim Roberto Castro, Jason Kokrak og James Hahn, sem allir spiluðu 1. hring á 63 höggum. Mjög lág skor eru greinilega í mótinu. Sjá má stöðuna eftir 1. dag Humana Challenge með því að SMELLA Lesa meira
Evróputúrinn: Rock veikur – dregur sig úr mótinu í Abu Dhabi
Sigurvegari Abu Dhabi HSBC Championship frá því á síðasta ári, Robert Rock, tekst ekki titilvörnin í ár, þar sem hann dró sig úr mótinu í morgun vegna veikinda, að sögn mótshaldara. Hinn 35 ára Rock tókst að hafa betur en Tiger Woods og Rory McIlroy í fyrra, en titilvörnin í ár er heldur aumleg því hann varð að hætta leik eftir aðeins 1 spilaðan hring. Reyndar var ljóst eftir hringinn í gær að Rock ætti ekki mikla möguleika á að verja titil sinn eftir að hafa komið í hús á vonbrigðaskori 76 höggum; jafnvel 1 höggi verr en Rory McIlroy. Rock var í holli með Justin Rose, sem nú blómstrar Lesa meira









