Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2013 | 08:00

GKG: Eva María Gestsdóttir, Viktor Markússon, Elísabet Ágústsdóttir, Magnús Friðrik Helgason, Kristófer Orri Þórðarson og Særós Eva Óskarsdóttir sigruðu á 1. púttmóti barna- og unglinga í GKG

Fyrsta mótið af níu í púttmótaröð barna og unglinga í GKG fór fram í Kórnum, laugardaginn 12. janúar þ.e. fyrir viku. Alls mættu 40 krakkar og tóku hring. Þátttaka var ókeypis og hvetur GKG  alla til að mæta í næstu mót. Mótin fara fram á tveggja vikna fresti og verður því næsta mótið 26. janúar þ.e. eftir viku. Hér fyrir neðan má sjá árangur þeirra er náðu lægsta skorinu í hverjum flokki, en heildarúrslit má sjá með því að  SMELLA HÉR:  12 ára og yngri stelpur Eva María Gestsdóttir 30 12 ára og yngri strákar Viktor Markússon 28 13 – 15 ára stúlkur Elísabet Ágústsdóttir 28 13 – 15 ára Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2013 | 02:00

PGA: Roberto Castro og Jamie Hahn í forystu þegar Humana Challenge er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Það eru Bandaríkjamennirnir Roberto Castro og Jamie Hahn, sem eru efstir þegar Humana Challenge, sem fram fer í PGA West, La Quinta í Kaliforníu, er hálfnað. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 14 undir pari, 130 höggum (63 67). Aðeins 1 höggi á eftir þeim eru Darron Stiles, Scott Stallings og Richard H. Lee. 9 kylfingar deila síðan 6. sætinu á 13 undir pari, 131 höggi, hver þ.á.m. Ástralarnir Greg Chalmers og Aron Baddeley ásamt þriðja forystumanni gærdagsins Jason Kokrak. Á 11 undir pari, hver, eru síðan 7 aðrir kylfingar, sem deila 15. sætinu, en þeirra á meðal er nýliðinn Russell Henley. Þekktari nöfnin sjást eftir því sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2013 | 18:30

GSS: Elvar, Árný og Hekla fulltrúar GSS við útnefningu UMSS á Íþróttamanni ársins 2012

Ungmennasamband Skagafjarðar hélt samkomu föstudaginn 28.desember s.l. þar sem útnefndur var íþróttamaður ársins fyrir árið 2012. Einnig fengu ungir og efnilegir íþróttamenn í Skagafirði viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu Golfklúbbur Sauðárkróks átti að sjálfsögðu fulltrúa á þessari samkomu. Árný Lilja Árnadóttir var í kjöri til íþróttamanns ársins frá GSS. Hún átti mjög gott ár á golfvöllunum Norðanlands á s.l. ári, 2012; sigraði fjölda móta og leiddi kvennasveit GSS til sigurs í sveitakeppni GSÍ 2.deild á Ólafsfirði. Þá fengu þau Hekla Kolbrún Sæmundsdóttir og Elvar Ingi Hjartarson viðurkenningar sem ungt og efnilegt íþróttafólk. Íþróttamaður ársins í Skagafirði 2012 var síðan hestakonan Metta Manseth og óskar GSS henni hjartanlega til hamingju Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2013 | 18:15

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Felicity Johnson – (21. grein af 27)

Það var enska stúlkan Felicity Johnson sem var ein í 7. sæti í lokaúrtökumóti Q-school LPGA, sem fram fór á Daytona Beach 28. nóvember – 2. desember 2012. Felicity Johnson er fædd 26. febrúar 1987 og er því 25 ára. Golf 1 hefir áður verið með kynningu á þessari viðkunnanlegu, rauðhærðu stúlku þ.e. eftir að hún sigraði öllum á óvörum á Lacoste Open á París International golfvellinum, 2. október 2011. Sjá má kynninguna á Felicity Johnson með því að SMELLA HÉR:  Helsti stuðningsaðili Felicity er Harborne golfklúbburinn, þar sem hún var félagi á Englandi.

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2013 | 14:25

Evróputúrinn: Tiger og Rory komust ekki í gegnum niðurskurð í Abu Dhabi – Justin Rose efstur þegar mótið er hálfnað

Þeir, sem fengu mest greitt fyrir bara það að mæta og þeir sem mesta athyglin beindist að eru báðir úr leik á fyrstu mótum þeirra á dagskránni 2013 Abu Dhabi HSBC Golf Championship. För þeirra Rory McIlroy og Tiger Woods til Abu Dhabi var afar sneypuleg.  Heimsins besti, Rory McIlroy spilaði á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (75 75) og var 4 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð. Tiger stóð sig litlu skár, spilaði á 3 yfir pari, 147 höggum (72 75) og var 1 höggi frá því að komast í gegnum niðurskurð. Justin Rose virðist finna sig einstaklega vel í eyðimörkinni og eru þegar farin að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2013 | 13:45

GÁS: Aðalfundur Golfklúbbs Ásatúns fer fram á morgun laugardaginn 19. janúar 2013

Aðalfundur Golfklúbbs Ásatúns verður haldinn laugardaginn 19. janúar 2013 kl. 14.00 í Golfskálanum Snússu. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2013 | 13:30

Afmæliskylfingur dagsins: Alexandra Vilatte – 18. janúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Alexandra Vilatte.  Alexandra er fædd 18. janúar 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hún spilar á LET og má sjá kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Buell Patrick Abbott f. 18. janúar 1912 – d. 1984; Guðný María Guðmundsdóttir, GVS, 18. janúar 1955; Belinda Kerr, 18. janúar 1984 (sjá eldri afmælisgrein um hana með því að SMELLA HÉR:) …… og ……. Heiðar Ingi Svansson Saumastofa Jóku (47 ára) Þóra Jónsdóttir (49 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2013 | 13:13

Mótaskrá GSÍ 2013 er komin út

Golfsambandið hefir gefið út mótaskrá fyrir árið 2013. Frá og með 16. janúar 2013 hefir verið hægt að nálgast mótaskrá GSÍ á forsíðu www.golf.is (hlekkur). Það er ljóst að framundan er annasamt golfár og er það von allra sem að mótaskránni koma að þátttakan í mótunum verði góð eins og áður. Eimskipsmótaröðin verður á sínum stað en hún hefst 24.mai á Garðavelli, Akranesi. Mótaraðir unglinga hefjast 18.mai á Þorlákshafnarvelli Þorlákshöfn (Mótaröð unglinga) og á Húsatóftavelli Grindavík (Áskorendamótaröðin). Í ár verða sjö mót á mótaröð unglinga í stað sex áður. Meistaramót klúbbana verða síðan á tímabilinu 30.júní til 13.júlí en nánari upplýsingar er að finna hjá einstaka klúbbum. Til þess að sjá mótaskrá GSÍ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2013 | 11:00

PGA: Russell Henley meðal efstu manna á Humana Challenge – Castro, Kokrak og Hahn leiða – Hápunktar 1. dags

Nýliðinn Russell Henley er meðal efstu manna á Humana Challenge mótinu, sem hófst í gær á PGA West, (Palmer vellinum) í La Quinta, Kaliforníu. Russell Henley komst í fréttirnar um síðustu helgi þegar hann vann Sony Open svo eftirminnilega, í fyrsta PGA móti sínu sem fullgildur PGA félagi. Nú deilir Henley 4. sæti  (ásamt Áströlunum Aron Baddeley og Greg Chalmers og landa sínum Doug LaBelle) og er 1 höggi á eftir 3 forystumönnum 1. dags þeim Roberto Castro, Jason Kokrak og James Hahn, sem allir spiluðu 1. hring á 63 höggum. Mjög lág skor eru greinilega í mótinu. Sjá má stöðuna eftir 1. dag Humana Challenge með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2013 | 10:00

Evróputúrinn: Rock veikur – dregur sig úr mótinu í Abu Dhabi

Sigurvegari Abu Dhabi HSBC Championship frá því á síðasta ári, Robert Rock, tekst ekki titilvörnin í ár, þar sem hann dró sig úr mótinu í morgun vegna veikinda, að sögn mótshaldara. Hinn 35 ára Rock tókst að hafa betur en Tiger Woods og Rory McIlroy í fyrra, en titilvörnin í ár er heldur aumleg því hann varð að hætta leik eftir aðeins 1 spilaðan hring. Reyndar var ljóst eftir hringinn í gær að Rock ætti ekki mikla möguleika á að verja titil sinn eftir að hafa komið í hús á vonbrigðaskori 76 höggum; jafnvel 1 höggi verr en Rory McIlroy. Rock var í holli með Justin Rose, sem nú blómstrar Lesa meira