Cheyenne Woods nýtur Ástralíu
Meðal keppenda á Volvik RACV Ladies Masters var Cheyenne Woods, frænka Tiger og fyrrum liðs-og skólafélagi Ólafíu „okkar“ Þórunnar í Wake Forest. Cheyenne stóð sig ágætlega komst í gegnum niðurskurð og varð í 33. sæti af 60 sem spiluðu lokahringinn. Skor Cheyenne var upp á samtals 2 yfir pari, 218 högg (74 72 72). Cheyenne safnar þannig leikreynslu en hún er að hefja 1. keppnistímabil sitt á Evrópumótaröð kvenna. Cheyenne notaði tækifærið og kynnti sér náttúru Ástralíu; heimsótti m.a. Currumbin Sanctuary sem er aðeins suður af Surfers Paradise á Gullströndinni. Um veru sína í Currumbin þjóðgarðinum sagði Cheyenne m.a.: „ Currumbin var frábær upplifun. Þetta er svo sannarlega aðeins einu sinni á Lesa meira
ALPG & LET: Karrie Webb sigraði á Volvik RACV Ladies Masters
Það var ástralski kylfingurinn Karrie Webb , sem sigraði á RACV Ladies Masters fyrr í morgun. Alls spilaði Webb á 13 undir pari, 203 höggum (70 66 67). Webb, sem er 37 ára er einn sigursælasti ástralski kvenkylfingurinn en hún á í beltinu 53 sigra á ferli sínum, þar af 38 á bandarísku LPGA mótaröðinni. Webb var m.a. tekin í frægðarhöll kylfinga árið 2000. Webb hafði því betur en allir ungu kvenkylfingarnir, sem gætu verið dætur hennar aldurslega séð t.a.m hin 16 ára áhugamaður Su Hyun Oh, sem stóð sig feykivel í mótinu varð í 2. sæti ásamt þeim Ariyu Jutanugarn frá Thailandi og Chellu Choi frá Suður Kóreu. Samtals léku Oh, Choi Lesa meira
PGA: Phil heldur forystu fyrir lokahring Phoenix Open – hápunktar og högg 3. dags
Phil Mickelson er búinn að halda forystunni alla 3 fyrstu dagana á Waste Management Phoenix Open 2013. Í gær kom hann í hús með hring upp á 7 undir pari, 64 högg þar sem hann fékk 7 fugla og 11 pör; 2 fugla á fyrri 9 TPC Scottsdale vallarins og 5 á seinni 9 TPC Scottsdale vallarins. Eftir hringinn sagði Phil m.a.: „Vonandi spila ég eins og ég hef gert fram að þessu í mótinu, það er númer eitt á morgun (þ.e. í dag – á lokahringnum).” Samtals er Phil búinn að spila á 24 undir pari, 189 höggum (60 65 64) og hefir 6 högga forystu á Brandt Snedeker Lesa meira
PGA: Kapphlaup kylfusveina – Myndskeið
Á 1. degi Waste Management Phoenix Open mótsins fór fram svokallað kylfusveinahlaup, sem var til skemmtunar samhliða 1. hring mótsins. Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá 3 kylfusveina hlaupa frá teig og að flöt á hinni frægu par-3 16. braut á TPC Scottsdale, þar sem kylfusveinahlaupið fór fram. Kylfusveinarnir voru hvattir áfram bæði af vinnuveitendum sínum, þ.e. keppendunum og áhorfendum. Spurning hvort Bones hafi staðið sig jafnvel í kylfusveinahlaupinu og vinnuveitandi hans, Phil Mickelson er að gera í mótinu? Til þess að sjá brot af kapphlaupi kylfusveina á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR:
ALPG & LET: Ariya Jutanugarn og Su Hyun Oh leiða eftir 2. dag RAVC Ladies Masters
Það eru thaílenska stúlkan Ariya Jutanugarn, sem varð í 1. sæti í lokaúrtökumóti Q-school LET og ástralski áhugamaðurinn 16 ára Su Hyun Oh sem leiða eftir 2. dag RACV Ladies Masters sem hófst í Ástralíu í gær. Báðar hafa þær Jutanugarn og Oh spilað á samtals 10 undir pari hvor; Ariya (69 65) og Su Hyun (70 64). Þriðja sætinu deila Jessica Korda frá Bandaríkjunum og ástralska stúlkan Stacey Keating báðar á samtals 9 undir pari, 135 höggum, hvor. Fimmta sætinu deila svo Chella Choi frá Suður Koreu og Carrie Webb frá Ástralíu. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring á RACV Ladies Masters SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Stephen Gallacher leiðir fyrir lokahringinn á Omega Dubai Desert Classic eftir hring upp á 62 högg
Skotinn Stephen Gallacher leiðir eftir glæsihring í dag á Omega Dubai Desert Classic upp á 62 högg!!! Á hringnum góða fékk Gallacher 2 erni, 6 fugla og 10 pör – hreint skorkort og glæsiskor!!! Samtals er Gallacher búinn að spila á 21 undir pari, 195 höggum samtals (63 70 72) og á 3 högg á forystumann gærdagsins, Richard Sterne frá Suður-Afríku (62 70 66). Í 3. sæti er Daninn Thorbjörn Olesen á samtals 16 undir pari, 200 höggum (67 66 67). Þrír deila 4. sætinu á samtals 14 undir pari hver, þ.á.m. Indverjinn Jeev Milkha Singh. Maximilian Kiefer frá Þýskalandi og Steve Webster frá Englandi deila 7. sætinu á 13 undir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gísli Þór Þórðarson – 2. febrúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Gísli Þór Þórðarson. Gísli Þór er fæddur 2. febrúar 1993 og á hann því 20 ára stórafmæli í dag! Gísli Þór er í Golfklúbbi Reykjavíkur og tók með góðum árangri þátt í Eimskipsmótaröðinni s.l. sumar. Þannig leiddi hann m.a. á Egils Gull mótinu úti í Eyjum eftir 1. hring ásamt 2 öðrum en hafnaði í 21. sæti af 67 keppendum í því móti, ásamt 2 öðrum eftir með skor upp á 70 75 76. Gísli Þór er með 2,3 í forgjöf. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Gísli Þór Þórðarson (20 ára) Aðrir frægir kylfingar, sem Lesa meira
Miðaldra kylfingar og það sem þeir gera til að halda sér unglegum – notkun hreindýrahorn-spreys ekki ný af nálinni
Í grein Sam Weinman hjá Golf Digest, sem ber nafnið: „Deer antler spray? That’s sooo last century“ er fjallað um miðaldra kylfinga og það sem þeir gera til þess að reyna að halda sér í formi á við yngri kylfinga. Það er hægt að brosa að því að Vijay Singh leiti sér lækninga í hreindýrahornum (ens. deer antler). En Singh er ekki sá eini á sextugsaldri sem er að reyna að draga úr áhrifum öldrunar. Mark Calcavecchia notaði sama hreindýrahorns-sprey og Singh hefir viðurkennt að nota áður en honum var sagt að efnið væri bannað. Í þessari viku kom einnig í ljós að fyrrum sigurvegari á Opna breska, Bob Charles Lesa meira
PGA: Phil enn efstur þegar Phoenix Open er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags
Phil Mickelson heldur enn forystunni á Waste Management Phoenix Open þegar leiknir hafa verið 2 hringir í mótinu. Phil er samtals búinn að spila á 17 undir pari, 125 höggum (60 65) og hefir 4 högga forystu á Bill Haas, sem er í 2. sæti á 13 undir pari, 129 höggum (65 64). Phil Mickelson fékk fugl á 9. holunni 1 degi of seint og missti af tækifæri til þess að setja nýtt met á PGA Tour um lægsta skorið eftir 36 holur þegar hann lauk hringnum með tvöföldum skolla eftir að dræv hans lenti í vatni. Lægsta skor dagsins 63 högg átti Keegan Bradley, sem deilir 3. sæti ásamt Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR. Hildur Kristín fæddist 1. febrúar 1992 og á því 21 árs afmæli í dag. Hildur Kristín byrjaði að spila golf 15 ára og er því aðeins búin að spila golf í 5 ár. Engu að síður er hún komin með 6,2 í forgjöf og spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni sumarið 2011 og 2012. Hildur varð m.a. í 2. sæti á Íslandsmóti unglinga í holukeppni; hún sigraði 1. flokk á meistaramóti GR, 2009 og sigraði bæði sveitakeppni 1. deildar kvenna kvenna og stúkna 18 ára og yngri 2010. Eins var hún í sveit GR kvenna, sem urðu Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ, 2011. Hildur Kristín er Lesa meira









