
PGA: Phil heldur forystu fyrir lokahring Phoenix Open – hápunktar og högg 3. dags
Phil Mickelson er búinn að halda forystunni alla 3 fyrstu dagana á Waste Management Phoenix Open 2013.
Í gær kom hann í hús með hring upp á 7 undir pari, 64 högg þar sem hann fékk 7 fugla og 11 pör; 2 fugla á fyrri 9 TPC Scottsdale vallarins og 5 á seinni 9 TPC Scottsdale vallarins.
Eftir hringinn sagði Phil m.a.: „Vonandi spila ég eins og ég hef gert fram að þessu í mótinu, það er númer eitt á morgun (þ.e. í dag – á lokahringnum).”
Samtals er Phil búinn að spila á 24 undir pari, 189 höggum (60 65 64) og hefir 6 högga forystu á Brandt Snedeker sem er í 2. sæti á samtals 18 undir pari, 195 höggum (64 66 65).
Það ætti víst fáum að koma á óvart að Phil sé að standa sig svona vel á TPC Scottsdale, því hann ólst jú upp í Scottsdale og spilaði m.a. með Sun Devils, golfliði Arizona háskóla í bandaríska háskólagolfinu og er því á heimavelli. Þess utan er Phil í miklu uppáhaldi hjá flestum áhorfendum Scottsdale, líkt og öðrum áhangendum golfíþróttarinnar í Bandaríkjunum; en kannski snefil meira heima hjá sér, enda oft nefndur „uppáhaldssonur Scottsdale!“ Phil er líka ósínkur að gefa af sér – nýtur þess að tala við áhorfendur og gefa eiginhandaáritanir.
Pádraig Harrington og Ryan Moore deila 3. sætinu á samtals 16 undir pari, 197 höggum hvor; Harrington (64 70 63) og Moore (66 66 65), en báðir eru þeir 8 höggum á eftir Mickelson.
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 3. dags á Waste Management Phoenix Open, sem er innáhögg Phil á 16. braut TPC Scottsdale SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024