Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2013 | 14:25

Evróputúrinn: Richard Sterne leiðir þegar Omega Dubai Desert Classic er hálfnað

Það er Richard Sterne frá Suður-Afríku sem leiðir þegar Omega Dubai Desert Classic er hálfnað. Sterne er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (62 70) og hefir 1 höggs forskot á þá Thorbjörn Olesen frá Danmörku, Tommy Fleetwood frá Englandi og Stephen Gallacher frá Skotlandi.  Hann setti niður fugl á lokaholunni og rétt tryggði sér þannig 1 höggs forystu á hina 3. Fimmta sætinu deila enn einn Daninn Andreas Hartö ásamt Chris Doak frá Englandi og Maximilian Kiefer frá Þýskalandi en allir eru þeir á samtals 10 undir pari hver, 134 höggum. Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði eru Thomas Björn, Edoardo Molinari og John Parry (varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2013 | 14:00

Rory við æfingar í Monaco

Golfheimurinn var farinn að furða sig á því hvað hefði eiginlega orðið af Rory McIlroy. Því er til að svara að hann hefir verið við æfingar í Monte Carlo Golf Club. Kæresta Rory, Caroline Wozniacki tvítaði mynd af the Mont Agel Club og fylgdi myndinni texti þar sem sagði að Rory léti  „golf líta út fyrir að vera auðvelt.“ Svona var tvítið á ensku: „Beautiful view from the Monte Carlo golf club. Done with my training for the day, now watching @McIlroyRory make golf look easy… Og Wozniacki er ekki í furstadæminu til þess að keppa í tennis því Monte Carlo Rolex Masters er ekki fyrr en í apríl. Í the Mont Agel Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2013 | 12:00

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (3. grein af 10)

Hér verður fram haldið með 1 af 10 reglum golfkennarans og fyrrum PGA Tour leikmannsins Dave Stockton, um, hvernig setja eigi niður 2 metra pútt: 2. Hugsið meira um hraðann en púttlínuna. Hraðinn á golfboltanum og púttlínan eru jafnmikilvæg en áhugamaðurinn í golfi er oftar en ekki uppteknari af línunni. Þegar þið lesið flötina gerið það með því hugarfari að fara u.þ.b. 16 þumlunga (u.þ.b. 40 cm) fram fyrir holuna ef þið skylduð ekki setja niður. Eftir að þið hafið stillt upp og tekið miðið ekki verja fleiri hugsunum um línuna.  Varist að pútta of agressívt því holukantarnir gætu brugðist ykkur (eins og gerðist hjá Phil a 9. holu TPC Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2013 | 07:00

Ólafur Loftsson lauk keppni á Citrus Open í 17. sæti

Ólafur Björn Loftsson, NK, spilaði lokahringinn á Citrus Open mótinu á Rio Pinar golfvellinum í Orlando, Flórída í gær á sléttu pari, 72 höggum. Samtals lék Ólafur Björn á 4 undir pari, 212 höggum (69 71 72). Þátttakendur voru 121 og hafnaði Ólafur Björn í 17. sæti og hlaut að launum $ 1.088 (u.þ.b. 130.000 íslenskar krónur) Ólafur Björn skrifar um gengið í mótinu á nýju facebook síðu sinni en komast má inn á síðuna með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá úrslitin í mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 1. 2013 | 05:00

PGA: Phil Mickelson lék 1. hring á Phoenix Open mótinu á 60 höggum – hápunktar og högg 1. dags

Phil Mickelson var nokkrum sinnum nálægt því að brjóta 60 á Waste Management Phoenix Open mótinu, sem hófst í gær á TPC Scottsdale golfvellinum í Arizona. Hann skilaði sér í hús á 11 undir pari, 60 höggum, var með „hreint skorkort“ þ.e. tapaði hvergi höggi og fékk 11 fugla og 7 pör.  Það var einkum á 8. holunni (næstsíðustu holu Phil) og lokaholu Phil (9.holu TPC Scottsdale)sem Phil var mjög nálægt því að krækja sér í 12. fuglinn; 8 metra pútt hans fyrir fugli fór hálfan hring í kringum bollann en vildi ekki detta, en þar með hefði skor hans verið 59 högg!!! (Sjá pútt Phil á 9. hér að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2013 | 17:25

PGA: Vijay Singh dregur sig úr Waste Management Phoenix Open vegna bakmeiðsla

Mitt í öllum skandalnum um notkun Vijay Singh á ólöglegum efnum hefir hann dregið sig úr Waste Management Phoenix Open mótinu, sem er mót vikunnar á PGA og hefst í kvöld. Talsmaður IMG, sem er umboðsaðili Singh sagði að Vijay hefði dregið sig úr mótinu vegna eymsla í baki. Í Morning Drive í morgun (golfsjónvarpsþætti Golf Channel) sagði Tom Pernice Jr., vinur Vijay að hann hefði meitt sig í baki á æfingasvæði TPC Scottsdale og hefði verið í meðferð síðan þá. Vijay,  sem verður 50 ára í febrúar, viðurkenndi í viðtali við Sports Illustrated að nota hjartarhornssprey (ens. deer-antler spray) sem inniheldur ólöglegt vöðavaxta hvetjandi efni IGF-1, sem er bannað á PGA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2013 | 16:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Andy Sullivan – (26. grein af 28)

Hér í kvöld verður kynntur  kylfingurinn sem varð í 3. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfvöllunum í Girona á Spáni 24.-29. nóvember 2012, Englendingnum, Andy Sullivan. Andy Sullivan fæddist 19. maí 1986 í Nuneaton í Englandi og er því 26 ára.  Andy gerðist atvinnumaður í golfi 2011 (stuttu eftir Walker Cup) Sullivan hefir m.a. spilað fyrir England og Írland í Walker Cup árið 2011 þegar mótið fór fram í  Royal Aberdeen Golf Club,  en þar vann hann báða leiki sína í fjórmenningi. Sem áhugamaður ferðaðist hann um heiminn og spilaði m.a. í Argentínu, Ástralíu og á skoska meistaramótinu. Í Q-school 2011 tók hann 3. kortið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2013 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Ayako Uehara (25. grein af 27)

Hér er komið að því að kynna þá stúlku sem varð í 3. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LPGA sem fram fór á Daytona Beach 28. nóvember – 2. desember á síðasta ári 2012; japönsku stúlkuna Ayako Uehara. Ayako Uehara fæddist 22. desember 1983 og verður því 30 ára á þessu ári. Uehara gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 9 árum, þ.e. 2004. Ayako Uehara á 3 sigra í beltinu alla á japanska LPGA þ.e. JLPGA. Besti árangur hennar á LPGA er í Mizuno Classic 2012 en þá varð hún í 3. sæti. Uehara kemur frá sama svæði í Japan og jafn frægir japanskir kylfingar og Ai og Mika Miyazato.

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2013 | 12:30

Evróputúrinn: Richard Sterne leiðir eftir 1. hring Omega Dubai Desert Classic

Það er Richard Sterne frá Suður-Afríku, sem tekið hefir forystu á Omega Dubai Desert Classic, sem hófst á Emirates golfvellinum í Dubai í dag. Sterne lék á glæsilegum 10 undir pari, 62 höggum; tapaði hvergi höggi fékk 4 fugla á fyrri 9 og 6 á seinni 9 og síðan líka 8 pör. Nokkrir eiga eftir að ljúka leik þegar þetta er skrifað en ólíklegt er að nokkur nái Sterne! Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir er Skotinn Stephen Gallacher á 9 undir pari, 63 höggum. Gallacher fékk m.a. 2 frábæra erni á þessum mjög svo skrautlega hring; annar kom á 6. (par-4) og hinn á 13. braut (par-5). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 31. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: Tina Miller og Sigurður Ingvi Rögnvaldsson – 31. janúar 2013

Annar afmæliskylfingur dagsins er íþróttamaður Dalvíkur 2012, kylfingurinn Sigurður Ingvi Rögnvaldsson, í Golfklúbbnum Hamar, á Dalvík (GHD). Sigurður Ingvi er fæddur 31. janúar 1993 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!!  Sigurður Ingvi varð árið 2011 fyrsti landsliðsmaður Golfklúbbsins Hamars á Dalvík. Hann tryggði sér sæti í unglingalandsliðinu og keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumóti unglingalandsliða. Þá varð hann í 2.sæti á Íslandsmótinu í höggleik, unglinga 17- 18 ára. Einnig varð hann Norðurlandsmeistari í 17-18 ára flokki unglinga. Sigurður Ingvi hefur verið í fremstu röð í sínum aldursflokki um árabil og hefur með þrautseigju stundaði æfingar og keppni af miklu kappi og dug. Hann er í 15 kylfinga Norðurlandsúrvali Lesa meira