Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2013 | 07:00

ALPG & LET: Karrie Webb sigraði á Volvik RACV Ladies Masters

Það var ástralski kylfingurinn Karrie Webb , sem sigraði á RACV Ladies Masters fyrr í morgun.

Alls spilaði Webb á 13 undir pari, 203 höggum (70 66 67).

Webb, sem er 37 ára er einn sigursælasti ástralski kvenkylfingurinn en hún á í beltinu 53 sigra á ferli sínum, þar af 38 á bandarísku LPGA mótaröðinni. Webb var m.a. tekin í frægðarhöll kylfinga árið 2000.

Webb hafði því betur en allir ungu kvenkylfingarnir, sem gætu verið dætur hennar aldurslega séð t.a.m hin 16 ára áhugamaður Su Hyun Oh, sem stóð sig feykivel í mótinu varð í 2. sæti ásamt þeim Ariyu Jutanugarn frá Thailandi og  Chellu Choi frá Suður Kóreu.

Samtals léku Oh, Choi og Jutanugarn á samtals 11 undir pari, 205 höggum Choi (69 67 69), Jutanugarn (69 65 71) og Oh (70 64 71).

Til þess að sjá úrslitin á RACV Ladies Masters SMELLIÐ HÉR: