Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2013 | 10:00

Miðaldra kylfingar og það sem þeir gera til að halda sér unglegum – notkun hreindýrahorn-spreys ekki ný af nálinni

Í grein Sam Weinman hjá Golf Digest, sem ber nafnið: „Deer antler spray? That’s sooo last century“ er fjallað um miðaldra kylfinga og það sem þeir gera til þess að reyna að halda sér í formi á við yngri kylfinga.

Það er hægt að brosa að því að Vijay Singh leiti sér lækninga í hreindýrahornum (ens. deer antler). En Singh er ekki sá eini á sextugsaldri sem er að reyna að draga úr áhrifum öldrunar. Mark Calcavecchia notaði sama hreindýrahorns-sprey og Singh hefir viðurkennt að nota áður en honum var sagt að efnið væri bannað.  Í þessari viku kom einnig í ljós að fyrrum sigurvegari á Opna breska, Bob Charles hefði notað sprey-ið í yfir 20 ár.

Í viðtali 1999 við Golf Digest lýsti Charles, sem á þeim tíma var 63 ára (en hann er 77 ára í dag) öfgunum sem öldungar í golfíþróttinni grípa til, til þess að halda sér samkeppnishæfum.  Fréttamaður Golf Digest, Guy Yocom, sem tók viðtalið við Charles tók eftir og fram í hversu frábæru formi Charles væri „hann væri eins stæltur og í góðu formi og flestir nýliðar á PGA Tour.“  Leyndarmál Charles var „hreindýra flauel“ (ens. deer velvet).

Í hreindýra flaueli er blóð og vefir úr fersku hreindýrahorni,“ sagði Charles. „Í þeim er sneisafullt af næringaefnum, vítamínum steinefnum og bólgueyðandi efnum.“

„Hefðbundnar lækningar sjá um að lina þjáningar en óhefðbundar lækningar lækna,“ var meðal þess sem Charles sagði, en hann tók auk hreindýra flauelsins, engifer, hvítlauk, gingko, biloba, og bíflugna belgi. „Þetta styrkir ónæmiskerfið.“

En Charles var ekki einn um að leita sér „lækninga“ við einkennum „miðaldursveikinnar“. Rocky Thompson trúði staðfastlega á lækningarmátt súrefnis og hann drakk súrefnisríkan drykk tvisvar á dag, sem nefndist hydroxygen.  Það er nú enn nokkurn veginn saklaust til samanburðar við að  tók líka inn vítamín, sem í voru efni úr hrossatagli.

Chi Chi Rodriguez viðurkennir að hafa ferðast til Þýskalands til þess hljóta sprautur með efni unnu úr lambafrumum. Og þá eru ónefndir allir öldungarnir sem eru með orkuplástra og segulflögur um allan líkamann, sem m.a. eiga að draga úr verkjum.

Enginn af þessum kylfingum þurfti að hafa áhyggjur af því að brjóta gegn reglum PGA Tour, þar sem mótaröðin hafði enga samhæfða stefnu í vímuefnamálum fyrr en árið 2008.

En væntanlega opnast augu margra eftir Singh-málið fyrir því að ekki er endilega samansem merki milli „náttúrulegra efna“ og löglegra efna! …..

og eins að kylfingar eru ekkert saklausir af því að nota allskyns efni, sem eru á mörkum þess að vera lögleg …. eins og talið hefir verið fram til þessa.