Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2013 | 10:45

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (4. grein af 10)

Hér verður fram haldið með 1 af 10 reglum golfkennarans og fyrrum PGA Tour leikmannsins Dave Stockton, um, hvernig setja eigi niður 2 metra pútt: 3. Ekkert endilega hugsa um að pútta beint Þegar Tiger Woods stóð frammi fyrir 12 feta púttinu (u.þ.b. 4 metra púttinu) á 72. holu á Torrey Pines til þess að komast í umspil á Opna bandaríska 2008, þá kallaði hann á kylfusvein sinn, Steve Williams, til þess að hjálpa sér við að lesa púttið. Stockton veðjar á að Tiger sá að brotið lá til vinstri en það hefir eflaust pirrað hann að púttið gæti verið þráðbeint.  Ef það er eitthvað sem góðum púttara er illa við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2013 | 04:30

PGA: Phil Mickelson sigraði á Phoenix Open – hápunktar og högg 4. dags

Það var Phil Mickelson sem stóð uppi sem sigurvegari á Waste Management Phoenix Open mótinu … og kemur fáuum á óvart enda var hann búinn að leiða ALLT mótið…. allt frá því hann spilaði 1. hring á 60 höggum. Samtals spilaði Phil á 28 undir pari, 256 höggum (60 65 64 67) og átti 4 högg á þann sem næstur kom, Brandt Snedeker. Að sigrinum loknum sagði Phil m.a.: „Þetta var mikilvægur sigur fyrir mig því það er orðið svolítið síðan að ég hef unnið og svolítið síðan að ég hef verið í þeirri stöðu að vera með sigurinn innan seilingar.  Ég var svo sannarlega stressaður fyrir lokahringinn.“ Scott Piercy Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2013 | 04:00

PGA: James Hahn fagnar í Gangnam Style

Það átti ýmislegt skrítið átt sér stað á 16. holu TPC Scottsdale golfvallarins, þar sem Waste Management Phoenix Open fór fram um helgina. Eitt af því var kapphlaup kylfusveina, sem Golf 1 greindi frá í gær. Svo var það bandaríski kylfingurinn James Hahn.  Hann fagnaði fínum fugli sem hann fékk á lokahring mótsins að hætti PSY og tók einn Gangnam style. Hahn lauk keppni á Phoenix Open í 16. sæti sem hann deildi með 7 öðrum kylfingum, en allir spiluðu á samtals 14 undir pari, 270 höggum Hahn (71 67 70 62). Hahn átti m.a. glæsilegan lokahring upp á 62 högg, þar sem hann fékk örn, 7 fugla og 10 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2013 | 20:45

Viðtalið: Alastair Kent, GR

Viðtalið í kvöld er við einn félaga í Elítunni – 20 manna lokaðs félagsskapar lágforgjafarkylfinga í Golfklúbbi Reykjavíkur. Markmið Elítunnar er að hittast vikulega yfir sumarmánuðina og spila golf sér og meðspilurunum sínum til ánægju og yndisauka.  Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Alastair Kent. Klúbbur: GR. Hvar og hvenær fæddistu?  Ég fæddist í Saddleworth, Englandi þann 6. febrúar 1970. Sjá má heimasíðu golfklúbbsins í Saddleworth með því að SMELLA HÉR:  Hvar ertu alinn upp?  Í Saddleworth. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?  Pabbi spilar golf og tvíburadætur mínar tvær 10 ára eru að læra.  Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði 13 ára í golfi og spilaði þar til ég varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2013 | 18:20

Lokahringur Waste Management Phoenix Open í beinni

Nú er hafinn lokahringur á Waste Management Phoenix Open, sem fram fer að venju á TPC Scottsdale. Phil Mickelson leiðir með 6 högg.  Tekst honum að halda út og sigra? Sjá má frá mótinu í beinni á netinu og hefst útsending kl. 19:00. Til þess að sjá lokahring Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2013 | 17:30

The Clicking of Cuthbert 6. saga: Eldraunin

Elsti félaginn sat í klúbbhúsinu og fylgdist með yngri kynslóð kylfinga spila golf.  Sérstaklega varð honum starsýnt á 4 manna holl þar sem allt var í klandri. Einn í hollinu sikksakk-aði um völlinn líkt og skip sem elt væri af kafbát. Tveir aðrir í hollinu virtust vera að grafa eftir fjársjóð eða voru þeir að drepa snák? Loks átti sá fjórði afleitt högg og hellti sér með skömmum yfir kylfusveininn sinn. Hversu fáir það eru nú sem búa yfir rétta hugarfarinu í golfi hugsaði Elsti félaginn. Fyrirmyndarkylfingurinn missir aldrei stjórn á skapi sínu. Elsti félaginn hugsar með sér: „þegar ég spilaði golf missti ég aldrei stjórn á skapi mínu.  Það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2013 | 17:00

Evróputúrinn: Sergio Garcia flippar út í sandglompu í Dubai

Það á ekki af aumingja Sergio Garcia að ganga. Í Omega Dubai Desert Classic mótinu, sem lauk í dag spilaði hann og kláraði þrátt fyrir axlarmeiðsl… og ekki bara það – hann lauk keppni með stæl…. í 17. sæti á skori upp á 11 undir pari, 271 höggi (68 67 71 71).  Glæsilega af sér vikið miðað við að spila meiddur!  Hann deildi reyndar 17. sætinu með 8 öðrum kylfingum m.a. með landa sínum og fyrirliða Ryder Cup liðs Evrópu 2012, José Maria Olázabal. Garcia er skapstór maður og ber taugkerfið næstum utan á sér svo áþreifanlegt er þegar eitthvað gengur ekki upp hjá honum…. Og svo var einmitt rauninn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Richard Bland – 3. febrúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er enski kylfingurinn Richard Bland. Bland er fæddur 3. febrúar 1973 í Burton upon Trent í Englandi og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Hann spilar á Evrópumótaröðinni og hefir verið atvinnumaður frá árinu 1996 eða í 17 ár.  Á þeim tíma hefir honum aðeins 1 sinni tekist að sigra en það var á Áskorendamótaröðinni þ.e Challenge Tour Grand Final 4. nóvember 2001.  Richard kvæntist Caroline sinni 2005. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Carol Mann, 3. febrúar 1941 (72 ára); Retief Goosen, 3. febrúar 1969 (44 ára);  Tyler Heath Slocum 3. febrúar 1974 (39 ára) ….. og ….. Lotfi Elarabi (47 ára) Golf 1 óskar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2013 | 12:45

Evróputúrinn: Stephen Gallacher sigraði í Omega Dubai Desert Classic

Það var Skotinn  Stephen Gallacher sem sigraði í Omega Dubai Desert Classic nú rétt í þessu. Það voru hann og Richard Sterne frá Suður-Afríku sem voru í lokahollinu. Gallacher hafði yfirhöndina nær allan hringinn en á köflum voru þeir jafnir. Gallacher spilaði á samtals 22 undir pari, 266 höggum (63 70 62 71). Á hringnum fékk hann m.a. glæsiörn á 16. braut sem þýðir að hann fékk a.m.k. 1 örn á hverjum hinna 4 hringja á mótinu.  Auk arnarins fékk Gallacher 2 fugla, 12 pör og 3 skolla. Stephen Gallacher er 38 ára; fæddur sama dag og annar golfsnillingur, golfgoðsögnin Gary Player, 1. nóvember 1974  og er nákvæmlega helmingi yngri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2013 | 09:00

Bein útsending frá Omega Dubai Desert Classic

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Omega Dubai Desert Classic. Nú er komið að lokahringnum! Sumar af helstu stjörnum Evrópumótaraðarinnaer taka þátt í mótinu; menn á borð við Alexander Noren, Edoardo Molinari, Lee Westwood, Matteo Manassero, Paul Casey, Robert Rock, Sergio Garcia og Thorbjörn Olesen. Af upptalningunni má sjá að mótið er afar sterkt!  Efstur fyrir daginn í dag er Skotinn Stephen Gallacher. Tekst honum að sigra? Til þess að sjá frá mótinu í beinni SMELLIÐ HÉR: