Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2013 | 01:55

PGA: Phil enn efstur þegar Phoenix Open er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Phil Mickelson heldur enn forystunni á Waste Management Phoenix Open þegar leiknir hafa verið 2 hringir í mótinu.

Phil er samtals búinn að spila á 17 undir pari, 125 höggum (60 65) og hefir 4 högga forystu á Bill Haas, sem er í 2. sæti á 13 undir pari, 129 höggum (65 64).

Phil Mickelson fékk fugl á 9. holunni 1 degi of seint og missti af tækifæri til þess að setja nýtt met á PGA Tour um lægsta skorið eftir 36 holur þegar hann lauk hringnum með tvöföldum skolla eftir að dræv hans lenti í vatni.

Lægsta skor dagsins 63 högg átti Keegan Bradley, sem deilir 3. sæti ásamt Brandt Snedeker á samtals 16 undir pari, 130 höggum.

Reyndar voru það Bradley og Charlie Wi sem deildu lægsta skorinu (63) en við það fór Wi upp í 5. sæti sem hann deilir ásamt Angel Cabrera og Brian Gay, sem sigraði nú um daginn í Humana Challenge, en allir eru þeir búnir að spila á 11 undir pari, 131 höggi, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 2. dags á Waste Management Phoenix Open, sem Phil Mickelson átti SMELLIÐ HÉR: