Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 2. 2013 | 13:45

ALPG & LET: Ariya Jutanugarn og Su Hyun Oh leiða eftir 2. dag RAVC Ladies Masters

Það eru thaílenska stúlkan Ariya Jutanugarn, sem varð í 1. sæti í lokaúrtökumóti Q-school LET og ástralski áhugamaðurinn 16 ára Su Hyun Oh sem leiða eftir 2. dag RACV Ladies Masters sem hófst í Ástralíu í gær.

Báðar hafa þær Jutanugarn og Oh spilað á samtals 10 undir pari hvor; Ariya (69 65) og Su Hyun (70 64).

Þriðja sætinu deila Jessica Korda frá Bandaríkjunum og ástralska stúlkan Stacey Keating báðar á samtals 9 undir pari, 135 höggum, hvor.

Fimmta sætinu deila svo Chella Choi frá Suður Koreu og Carrie Webb frá Ástralíu.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring á RACV Ladies Masters SMELLIÐ HÉR: