Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: Örn Ævar Hjartarson og Hjalti Árnason – 18. febrúar 2013

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Hjalti Árnason, sem fæddur er 18. febrúar 1963 og á því 50 ára stórafmæli og Örn Ævar Hjartarson, sem fæddur er 18. febrúar 1977 og á 35 ára afmæli í dag. Golf 1 tók nú nýlega viðtal við Örn Ævar sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með daginn: Hjalti Árnason F. 18. febrúar 1963 (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Örn Ævar Hjartarson F. 18. febrúar 1977 (35 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Judy Rankin, 18. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Darren Fichardt?

Darren Fichardt  frá Suður-Afríku vann í gær 4. sigur sinn á sameiginlegu móti Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins suður-afríska, Afríca Open, sem fram fór á East London golfklúbbnum í Eastern Cape, í Suður-Afriku. En hver er kylfingurinn? Darren Clive Fichardt fæddist 13. maí 1975 í Pretoríu, Suður-Afríku og er því 37 ára.  Hann ólst upp í Centurion, Gauteng í Suður-Afríku. Fichardt var í Sutherland High School á árunum 1988-1993, þar sem hlúð var að frábærri golfkunnáttu hans. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1994 og varð efstur á stigalista Sólskinstúrsins suður-afríska (sem áður hét South Africa Tour) á árunum 1999/2000 og 2003/04. Fichardt tók þátt ásamt Retief Goosen fyrir hönd Suður-Afríku í heimsbikarnum (ens.: WGC-World Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra lauk keppni á 2. besta skori USF

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco (skammst. USF) luku í gær leik á Peg Barnard Invitational mótinu, á golfvelli Stanford háskóla í Kaliforníu. Mótið var tveggja daga, spilað  16.-17. febrúar. Þátttakendur voru  72 frá 13 háskólum. Eygló Myrra lék samtals á 159 höggum (76 83) og varð T-54 í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni hafnaði lið USF í 13. sæti. Næsta mót Eyglóar Myrru og golfliðs USF er Anteater Invitational, sem fram fer í Santa Ana CC, í Santa Ana, Kaliforníu, dagana 25.-26. febrúar n.k. Til þess að sjá úrslitin á Peg Barnard Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 08:00

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (8. grein af 10)

Hér verður fram haldið með 8. af 10 reglum Dave Stockton, risamótstitilhafa og golfkennara með meiru í stutta spilinu. 8. Einbeitið ykkur að fyrstu sentimetrunum Þegar ákveða á púttlínuna, þá er eina vegalengd nákvæmni fyrstu sentimetrarnir sem boltinn rúllar. Ef þið hafið lesið púttið rétt, þá er allt sem þið þurfið að gera að rúlla boltanum yfir þessa stuttu vegalengd fyrstu sentimetranna og síðan í mismunandi lengd eftir því hversu langt púttið er. Verið nákvæm varðandi þessa fyrstu sentimetra sem boltinn á að rúlla yfir, haldið augum ykkar á þeim stað. Það ætti að vera í forgangi hjá ykkur að halda augum ykkar föstum á þeim stað þar til boltinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson hefur leik á Mobile Bay Intercollegiate

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State hefja keppni í dag á Mobile Bay Intercollegiate, en mótið fer fram dagana 18.-19. febrúar á Magnolia Grove Crossings golfvellinum í Mobile, Alabama. Völlurinn sem keppnin fer fram á er hluti af hinum svokallaða RTJ Trail þ.e.. partur golfvalla sem hannaður er af hinum fræga golfvallarhönnuði Robert Trent Jones í Alabama. Komast má á heimasíðu Magnolia Grove með því að SMELLA HÉR: Þátttakendur eru u.þ.b. 85 frá 16 háskólum. Til þess að fylgjast með gengi Axels SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 02:00

PGA: John Merrick stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust Open eftir bráðabana við Charlie Beljan – Hápunktar og högg 4. dags

John Merrick er sá fyrsti frá Los Angeles til þess að sigra á Northern Trust Open. Hann hafði betur gegn Charlie Beljan á 2. holu bráðabana sem leikurinn fór í en báðir voru þeir jafnir á samtals 11 undir pari, 273 höggum að loknum 72 holum; Merrick (68 66 70 69) og Beljan (67 71 68 67). Þrír deildu 3. sætinu á 10 undir pari; Fredrik Jacobson frá Svíþjóð; Bandaríkjamaðurinn Bill Haas og risamótstitilhafinn frá Suður-Afríku, Charl Schwartzel. Webb Simpson og Josh Teater urðu T-6 á samtals 9 undir pari, hvor og Sang-Moon Bae og Hunter Mahan á T-8 á samtals 8 undir pari, hvor. Adam Scott var meðal 3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2013 | 21:00

PGA: Bein úrsending frá lokahring Northern Trust Open

Mót vikunnar á PGA Tour er Northern Trust Open og er spilað á golfvelli Riviera golfklúbbsins, í Pacific Palisades, í Kaliforníu. Margir af bestu kylfingum heims taka þátt í mótinu þ.á.m. Luke Donald. Til þess að sjá lokahringinn á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2013 | 20:30

Birgir Leifur lauk leik á samtals 1 yfir pari á Palmetto Hall Championship

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, luku í dag keppni á Palmetto Hall Championship, sem er fysta mótið á eGolf Professional mótaröðinni. Spilað var á tveimur völlum: Arthur Hills og Robert Cupp í Palmetto Hall Plantation golfklúbbnum í Suður-Karólínu og léku allir 70 keppendurnir sem komust í gegnum niðurskurðinn Robert Cupp golfvöllinn í dag. Birgir Leifur lauk leik á samtals  1 yfir pari, 289 höggum (72 73 70 74).  Hann varð T-22 þ.e. deildi 22. sæti ásamt öðrum kylfingum Ólafur Björn kláraði keppnina á samtals 11 yfir pari (69 73 80 77) og varð í T-62. Sigurvegari mótsins varð Matt Hendrix á samtals 15 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2013 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Lið Furman háskóla varð í 5. sæti á Seminole Match Up í Flórída – skor Ingunnar taldi!

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og lið Furman háskóla luku keppni á Seminole Match Up mótinu í dag. Leikið var á Southwood golfvellinum í Tallahassee, Flórída, sem er alveg ótrúlega flottur. Komast má á heimasíðu Southwood með því að SMELLA HÉR:  Alls tóku þátt 64 kylfingar frá 12 háskólum. Ingunn lék samtals á 234 höggum (80 80 75) og bætti sig um 5 högg frá fyrri 2 dögum í dag. Hún var á 4. besta skori liðsins og taldi skor hennar því í árangri í liðakeppninni, en þar hafnaði Furman háskóli í 5. sæti! Næsta mót Furman er Darius Rucker Intercollegiate, sem fram fer á Hilton Head í Suður-Karólínu, dagana 8.-10. mars n.k., en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2013 | 17:10

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra hefur leik á Jim West mótinu í Texas í dag

Íslandsmeistarinn í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State hefur leik í dag á Jim West Challenge mótinu í dag. Mótið fer fram dagana 17.-18. febrúar og er spilað á golfvelli Vaaler Creek golfklúbbsins í Blanco, Texas. Til að sjá heimasíðu klúbbsins SMELLIÐ HÉR: Þátttakendur eru u.þ.b. 65 frá 12 háskólum. Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru á Jim West Challenge með því að SMELLA HÉR: