Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra lauk keppni á 2. besta skori USF

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco (skammst. USF) luku í gær leik á Peg Barnard Invitational mótinu, á golfvelli Stanford háskóla í Kaliforníu.

Mótið var tveggja daga, spilað  16.-17. febrúar. Þátttakendur voru  72 frá 13 háskólum.

Eygló Myrra lék samtals á 159 höggum (76 83) og varð T-54 í einstaklingskeppninni.
Í liðakeppninni hafnaði lið USF í 13. sæti.
Næsta mót Eyglóar Myrru og golfliðs USF er Anteater Invitational, sem fram fer í Santa Ana CC, í Santa Ana, Kaliforníu, dagana 25.-26. febrúar n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Peg Barnard Invitational SMELLIÐ HÉR: