Afmæliskylfingur dagsins: Michael Jordan – 17. febrúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er körfuboltasnillingurinn og kylfingurinn liðtæki Michael Jordan (MJ). Hann er fæddur 17. febrúar 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Meðal helstu afreka hans er að hafa 6 sinnum orðið NBA meistari með Chicago Bulls og eins varð hann 14 sinnum NBA All Star. MJ er góður kylfingur, sem nú að undanförnu hefir verið mikið í fréttum vegna vináttu við nr. 3 á heimslista bestu kylfinga, Luke Donald, en þeir spila reglulega golf saman. MJ hefir mikið keppnisskap, sem jafnvel heimsins bestu kylfingar segjast geta lært mikið af og hann hefir m.a. verið tilnefndur aðstoðarfyrirliði bandarísku liðanna bæði í Rydernum og Forsetabikarnum. Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst hefur leik á Puerto Rico Classic í dag
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og „The Bucs“ golflið East Tennessee State University hefja í dag leik á Puerto Rico Classic mótinu. Mótið stendur dagana 17.-19. febrúar og er spilað á River golfvelli Rio Mar CC á Puerto Rico. Þátttakendur eru u.þ.b. 80 frá 15 háskólum. Völlurinn sem spilað er á er glæsilegur og má komast á heimasíðu Rio Mar með því að SMELLA HÉR: Til þess að fylgjast með gengi Guðmundar Ágústs á Puerto Rico Classic SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra á næsbesta skori USF
Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco (skammst. USF) hófu í gær leik á Peg Barnard Invitational mótinu, á golfvelli Stanford háskóla í Kaliforníu. Mótið er tveggja daga, spilað er 16.-17. febrúar og verður því seinni hringurinn spilaður í kvöld. Þátttakendur 72 frá 13 háskólum. Eygló Myrra lék á 76 höggum í gær og var á næstbesta skori USF. Hún fékk 1 fugl, 12 pör, 4 skolla og 1 skramba, Til þess að sjá stöðuna eftir fyrri dag Peg Barnard Invitational SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Darren Fichardt sigraði á Africa Open
Heimamaðurinn Darren Fichardt sigraði nú í dag á Africa Open. Hann spilaði á samtals 16 undir pari, 272 (69 67 65 71). Fichardt er fæddur 13. maí 1975 í Pretoríu Suður-Afríku og er því 37 ára. Þetta er var 18 sigur hans sem atvinnumanns og sá 4. á Evróputúrnum. Í 2. sæti urður Grégory Bourdy frá Frakklandi og Jaco Van Zyl, sem var að reyna að krækja sér í fyrsta sigur sinn á Evróputúrnum. Þeir voru 2 höggum á eftir Fichardt, þ..e á 14 undir pari, 274 höggum, hvor; Bourdy (70 67 67 70) og Van Zyl (67 68 69 73). Í 4. sæti varð Garth Mulroy frá Suður-Afríku á Lesa meira
Evróputúrinn: Africa Open í beinni
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Africa Open. Spilað er í East London golfklúbbnum í Eastern Cape Suður-Afríku. Margir frábærir kylfingar taka þátt m.a. John Parry, sá sem sigraði svo glæsilega á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar, heimamennirnir Jaco Van Zyl og Thomas Aiken og Maximilian Kieffer frá Þýskalandi. Til þess að sjá beina útsendingu frá Afríca Open á netinu SMELLIÐ HÉR:
ALPG & LET: Jiyai Shin sigraði á ISPS Handa Australian Open
Það var fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista, Jiyai Shin, sem sigraði á ISPS Handa Australian Open. Það var á 14. braut, sem sigurinn vannst þegar Shin setti niður frábært fleyghögg fyrir fugli. Samtals spilaði Shin á 18 undir pari, 274 högg (65 67 70 72). Í 2. sæti varð núverandi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng á 16 undir pari, 276 högg (68 71 71 66). Í 3. sæti varð svo áhugamaðurinn, 15 ára undratelpan frá Nýja-Sjálandi, Lydia Ko á samtals 14 undir pari, 278 höggum (63 69 70 76). Ko átti óvenjuslakan lokahring, var á 3 yfir pari, þar sem m.a. voru skrambi og 4 skollar, en líka Lesa meira
Birgir Leifur fór upp um 26 sæti
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, léku í gær 3. hringinn á Palmetto Hall Championship, sem er fysta mótið á eGolf Professional mótaröðinni. Spilað er á tveimur völlum: Arthur Hills og Robert Cupp í Palmetto Hall Plantation golfklúbbnum í Suður-Karólínu og léku allir 70 keppendurnir sem komust í gegnum niðurskurðinn Robert Cupp golfvöllinn í gær. Birgir Leifur átti frábæran hring á 2 undir pari, 70 höggum og er samtals búinn að spila á 1 undir pari, 215 höggum (72 73 70). Þegar mótið var hálfnað var Birgir Leifur á samtals 1 yfir pari og í 54. sæti. Við hringinn góða í gær fór Birgir leifur upp um 26 sæti, er Lesa meira
PGA: Bill Haas leiðir fyrir lokahring Northern Trust – hápunktar og högg 3. dags
Það er bandaríski kylfingurinn Bill Haas sem kominn er í forystu á Northern Trust á Riviera. Haas er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 201 höggi, en leikur hans fer sífellt batnandi (70 67 64). Haas átti frábæran 3. hring þar sem dagsins ljós litu 1 örn, 5 fuglar og 12 pör; þ.e. hann missti hvergi högg! Það eru 3 kylfingar sem deila 2. sætinu: Webb Simpson, Charl Schwartzel og John Merrick allir á samtals 9 undir pari, 204 höggum; 3 höggum á eftir Haas. Fimmta sætinu deila síðan þeir Luke Donald og Fredrik Jacobson á samtals 8 undir pari, 205 höggum; heilum 4 höggum á eftir Bill Lesa meira
GSG: Óskar Marinó Jónsson sigraði í Febrúarmóti 2 – Myndasería
Í dag fór fram í fallegu veðri en nokkrum kulda, Febrúarmót nr. 2 á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Það var svo heiðskírt að það sást m.a. yfir á Snæfellsjökul. Það voru 78 kylfingar, sem luku leik, þar af 3 kvenkylfingar, en þó nokkru fleiri sem skráðir voru til keppni. Mótshaldarar vilja koma því á framfæri að ef fólk hyggst ekki keppa en er búið að skrá sig, þá vinsamlegast að láta vita, svo hægt sé að afskrá viðkomandi. Ljósmyndari Golf 1 var á staðnum og má sjá nokkrar myndir frá mótinu með því að SMELLA HÉR: Sem fyrr var keppnisfyrirkomulagið höggleikur án forgjafar og veitt 1 verðlaun fyrir það og punktakeppni Lesa meira







