Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson hefur leik á Mobile Bay Intercollegiate

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State hefja keppni í dag á Mobile Bay Intercollegiate, en mótið fer fram dagana 18.-19. febrúar á Magnolia Grove Crossings golfvellinum í Mobile, Alabama.

Völlurinn sem keppnin fer fram á er hluti af hinum svokallaða RTJ Trail þ.e.. partur golfvalla sem hannaður er af hinum fræga golfvallarhönnuði Robert Trent Jones í Alabama.

Komast má á heimasíðu Magnolia Grove með því að SMELLA HÉR:

Þátttakendur eru u.þ.b. 85 frá 16 háskólum.

Til þess að fylgjast með gengi Axels SMELLIÐ HÉR: