Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 08:00

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (8. grein af 10)

Hér verður fram haldið með 8. af 10 reglum Dave Stockton, risamótstitilhafa og golfkennara með meiru í stutta spilinu.

8. Einbeitið ykkur að fyrstu sentimetrunum

Þegar ákveða á púttlínuna, þá er eina vegalengd nákvæmni fyrstu sentimetrarnir sem boltinn rúllar. Ef þið hafið lesið púttið rétt, þá er allt sem þið þurfið að gera að rúlla boltanum yfir þessa stuttu vegalengd fyrstu sentimetranna og síðan í mismunandi lengd eftir því hversu langt púttið er. Verið nákvæm varðandi þessa fyrstu sentimetra sem boltinn á að rúlla yfir, haldið augum ykkar á þeim stað. Það ætti að vera í forgangi hjá ykkur að halda augum ykkar föstum á þeim stað þar til boltinn hefir rúllað yfir hann eftir að þið hafið tekið púttstrokuna. Þá forðið þið einnig höfði ykkar frá því að hreyfa, sem er dauðasynd. Jafnvel þó þið séuð stressuð, þá róar það að einbeita sér að þessum fyrstu mikilvægu sentimetrum púttsins og það tryggir líka mjúka púttstroku í flestum tilvikum.