Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2013 | 20:30

Birgir Leifur lauk leik á samtals 1 yfir pari á Palmetto Hall Championship

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, luku í dag keppni á Palmetto Hall Championship, sem er fysta mótið á eGolf Professional mótaröðinni.

Spilað var á tveimur völlum: Arthur Hills og Robert Cupp í Palmetto Hall Plantation golfklúbbnum í Suður-Karólínu og léku allir 70 keppendurnir sem komust í gegnum niðurskurðinn Robert Cupp golfvöllinn í dag.

Birgir Leifur lauk leik á samtals  1 yfir pari, 289 höggum (72 73 70 74).  Hann varð T-22 þ.e. deildi 22. sæti ásamt öðrum kylfingum

Ólafur Björn kláraði keppnina á samtals 11 yfir pari (69 73 80 77) og varð í T-62.

Sigurvegari mótsins varð Matt Hendrix á samtals 15 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á  Palmetto Hall Championship SMELLIÐ HÉR: