Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 14:30

Afmæliskylfingur dagsins: Lára Eymundsdóttir – 19. febrúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Lára Eymundsdóttir. Lára fæddist 19. febrúar 1970. Lára er í Golfklúbbi Reykjavíkur.  Komast má á facebook síðu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Lára Eymundsdóttir F. 19. febrúar 1970 (43 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Sean Critton Pappas, 19. febrúar 1966 (47 ára);   Richard Green, 19. febrúar 1971 (42 ára);  Gregory Clive Owen, 19. febrúar 1972 (41 árs)….. og ….. Áhöfnin Á Vestmannaey F. 19. febrúar 1973 (40 ára stórafmæli) Áslaug Helga Hálfdánardóttir F. 19. febrúar 1974 (39 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 13:00

10 mestu tískuslysin í golfinu – Myndskeið

Tíska verður alltaf eitthvað umdeilanlegt.  Það sem einum finnst flott finnst öðrum ferlegt. Þeir hjá Golfing World hafa tekið saman það sem að þeirra mati eru 10 helstu tískuslysin í gegnum tíðina á golfvellinum. Og víst er það að á golfvöllum heims hefir ýmislegt misjafnt sést þrátt fyrir strangar reglur um smekklegan klæðnað. T.a.m. hafa gleraugu sem finnski kylfingurinn Jarmo Sandelin var með í Scandinavian Masters 2001 ekki sést fyrr né síðar. Skyrtur MartinWiegeler (í BMW Russian Open árið 2003) og Duffy Waldorf (almennt í 20 ár á PGA) voru vægast sagt skræpóttar. Og svo eru í myndskeiðinu að sjálfsögðu nokkrir klassíkerar þegar kemur að tískuslysum þ.e. Payne Stewart, Ian Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 12:30

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (9. grein af 10)

Hér verður fram haldið með 9. af 10 reglum  risamótstitilhafans og golfkennarans Dave Stockton,um hvernig eigi að setja eigi niður 2 metra pútt. 9. Ekki kenna flötinni um Undir pressu verða öll skilningsvit ykkar næmari.  Það er tilhneiging til þess að sjá fleiri hindranir en eru í raun á (pútt)línunni, t.a.m. boltaför, fótspor, ójöfnur o.s.frv. Lítið framhjá þeim. Ef þið takið ákveðna púttstroku og boltinn rúllar eftir réttri línu og þið hafið miðað rétt þá eru líkurnar á að eitthvað á línunni breyti stefnu boltans fjarlæg. Ef far í flötinni er svo mikið og þið eruð viss um að það muni hafa áhrif á rúllið, reynið þá að pútta ákveðnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 08:00

PGA: Heimsmótið í holukeppni hefst á morgun

 Accenture heimsmótið í holukeppni hefst á morgun í Dove Mountain golfklúbbnum í Marana, Arizona, en það stendur 20.-24. febrúar 2013. Núverandi heimsmeistari í holukeppni er Hunter Mahan og tekur hann að sjálfsögðu þátt og freistar þess að verja titil sinn, en 64 efstu menn á heimslistanum hefja keppni ásamt þeim næstu á heimslistanum, sem komust á mótið vegna forfalla annarra ofar á listanum. Mahan mætir ítalska undraunglingnum Matteo Manassero. Rory McIlroy efsti maður heimslistans mætir þeim sem rétt slapp inn á mótið vegna forfalla Phil Mickelsons; Shane Lowry. Tiger mætir Charles Howell III og Luke Donald, Marcel Siem frá Þýskalandi. Áhugaverð verður eflaust viðureign sleggjanna Bubba Watson og sigurvegara Qatar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 07:00

Heimslistinn: John Merrick fer upp um 167 sæti

Bandaríski kylfingurinn John Merrick frá Kaliforníu sigraði á Northern Trust Open nú um helgina og er hástökkvari vikunnar á heimslistanum.  Hann var í 241. sætinu á heimslistanum en fer upp um heil 167 sæti í það 74. og er því kominn meðal 100 bestu kylfinga heims! Darren Fichardt frá Suður-Afríku sem sigraði á sameiginlegt mót Sólskinstúrsins og Evróputúrsins s.l. sunnudag, þ.e. Africa Open hækkaði sig einnig á heimslistanum.  Hann var í 146. sæti en er nú kominn upp í 100. sæti heimslistans. Á toppi heimslistans eru litlar breytingar.  Rory McIlroy er enn í 1. sæti; Tiger í 2. sæti og Luke Donald í 3. sæti. Til þess að sjá heimslistann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Charley Hull (4. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET, þeirra á meðal var Cheyenne Woods, frænka Tiger og Ann-Kathrin Lindner frá Þýskalandi, sem þegar hafa verið kynntar. Sú þriðja af þeim 7 sem rétt komust inn á LET er breski unglingurinn Charley Hull, sem nefnd hefir verið svar Englands við hinni bandarísku Lexi Thompson. Charley fæddist 20. mars 1996 og er því 16 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 14:45

GVS: Vélaskemmu ekki stolið – Styrktaraðili tók gjöfina aftur!

Jón Ingvi Baldvinsson, varaformaður GVS sagði svo frá í samtali við Golf1 að ný vélaskemma, sem var ósamsett á planinu hjá GVS hefði horfið í gær. Það hefði verið einn klúbbfélagi sem keyrði ströndina, sem sá vörubíla hífa einingarnar upp á pall.  Því var málið kært til lögreglu, þar sem talið var að skemmunni hefði verið stolið. Vélaskemman nýja átti að bæta úr gömlum bragga, sem þjónað hefir GVS  og stendur við sjávarkambinn þ.e. við 7. braut.  „Það er búið að brjótast inn í þann bragga 2 sinnum og stela þar verkfærum og óforsvaranlegt að geyma nokkuð í þeirri skemmu,“ sagði Jón Ingvi. Í dag er málið upplýst. „Við fengum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 13:10

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra í 8. sæti í einstaklingskeppninni á Jim West mótinu – lið hennar Texas State í 1. sæti!!!

Íslandsmeistarinn í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og golflið Texas State hófu í gær leik á Jim West Challenge mótinu. Mótið fer fram dagana 17.-18. febrúar og er spilað á golfvelli Vaaler Creek golfklúbbsins í Blanco, Texas. Til að sjá heimasíðu klúbbsins SMELLIÐ HÉR: Þátttakendur eru 64 frá 12 háskólum. Valdís Þóra spilaði fyrstu 2 hringina í gær og lék á samtals 11 yfir pari (79 76) og deildi 8. sæti í einstaklingskeppninni ásamt liðsfélaga sínum Iman Nordin og stúlku úr North Texas háskólanum.  Þær Iman og Valdís voru á 2.-3. besta skori liðsins, en golflið Texas State  er í 1. sæti í liðakeppninni!! Frábært hjá Valdísi og félögum í Texas Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 12:57

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst á 1 undir pari eftir 1. dag á Puerto Rico Classic

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og „The Bucs“ golflið East Tennessee State University hófu í gær leik á Puerto Rico Classic mótinu. Mótið stendur dagana 17.-19. febrúar og er spilað á River golfvelli Rio Mar CC á Puerto Rico.  Þátttakendur eru 75 frá 15 háskólum. Völlurinn sem spilað er á er glæsilegur og má komast á heimasíðu Rio Mar með því að SMELLA HÉR:  Guðmundur Ágúst lék á 1 undir pari eða 71 höggi fyrsta dag; fékk 4 fugla, 11 pör og 3 skolla og var í 15. sæti eftir daginn. Annar hringur er þegar hafinn. Til að fylgjast má með gengi Guðmundar Ágústs á Puerto Rico Classic SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 12:45

Obama tók einn hring með Tiger

Nú um helgina var Barack Obama, Bandaríkjaforseti, í Flórída í einkatíma hjá einum besta golfkennara heims, Butch Harmon. Hann var konulaus, því Michelle og dæturnar kusu fremur að fara á skíði í Colorado (spurning hvort þær hafi varið tíma með Lindsey Vonn, meintri kærestu Tiger?) Fyrst Obama var í 3 daga heimsókn í Flórída nýtti hann tækifærið og tók einn hring með 2. besta kylfingi heims og einni mestu golfgoðsögn allra tíma Tiger Woods. Já, það getur svo sannarlega verið öfundsvert að vera Bandaríkjaforseti! Talið er að Obama sé með 18 í forgjöf og Tiger einhvers staðar langt fyrir neðan scratch.  Ekki fylgdi sögunni hvað Obama hefði fengið mörg högg Lesa meira