
Hver er kylfingurinn: Darren Fichardt?
Darren Fichardt frá Suður-Afríku vann í gær 4. sigur sinn á sameiginlegu móti Evrópumótaraðarinnar og Sólskinstúrsins suður-afríska, Afríca Open, sem fram fór á East London golfklúbbnum í Eastern Cape, í Suður-Afriku.
En hver er kylfingurinn?
Darren Clive Fichardt fæddist 13. maí 1975 í Pretoríu, Suður-Afríku og er því 37 ára. Hann ólst upp í Centurion, Gauteng í Suður-Afríku.
Fichardt var í Sutherland High School á árunum 1988-1993, þar sem hlúð var að frábærri golfkunnáttu hans. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1994 og varð efstur á stigalista Sólskinstúrsins suður-afríska (sem áður hét South Africa Tour) á árunum 1999/2000 og 2003/04.
Fichardt tók þátt ásamt Retief Goosen fyrir hönd Suður-Afríku í heimsbikarnum (ens.: WGC-World Cup) árið 2000.
Fichardt hefir spilað á Evrópumótaröðinni frá árinu 2001 og hefir sigrað 4 sinnum s.s. áður segir.
Þann 25. mars 2001 sigraði hann á Sao Paulo Brazil Open, sem þá var hluti af Evrópumótaröðinni. Hann átti 5 högg á þá José Cóceres, Richard S. Johnson og Brett Rumford.
Annar sigurinn á Evróputúrnum kom á Qatar Masters þann 16. mars 2003, þar sem hann vann í bráðabana gegn landa sínum James Kingston.
Þriðji sigurinn á Evróputúrnum vannst á Saint Omer Open í fyrra á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní 2012, en þar vann hann loks eftir 9 ára sigurleysi; átti 3 högg á Gary Lockerbie.
Nú í gær vann hann svo 4. titil sinn á Evróputúrnum á Africa Open 2013, þegar hann hafði betur gegn þeim Grégory Bourdy frá Frakklandi og Jaco Van Zyl, landa sínum, sem var að fiska eftir 1. sigri sínum á Evrópumótaröðinni.
Alls hefir Darren Fichardt unnið 18 sigra á atvinnumannsferli sínum.
Hann hefir verið kvæntur konu sinni Natöshu frá árinu 2000 og á með henni synina Ethan (f. 2005) og Tristan (f. 2007).
Heimild: Wikipedia
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023