Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2013 | 02:00

PGA: John Merrick stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust Open eftir bráðabana við Charlie Beljan – Hápunktar og högg 4. dags

John Merrick er sá fyrsti frá Los Angeles til þess að sigra á Northern Trust Open. Hann hafði betur gegn Charlie Beljan á 2. holu bráðabana sem leikurinn fór í en báðir voru þeir jafnir á samtals 11 undir pari, 273 höggum að loknum 72 holum; Merrick (68 66 70 69) og Beljan (67 71 68 67).

Þrír deildu 3. sætinu á 10 undir pari; Fredrik Jacobson frá Svíþjóð; Bandaríkjamaðurinn Bill Haas og risamótstitilhafinn frá Suður-Afríku, Charl Schwartzel.

Webb Simpson og Josh Teater urðu T-6 á samtals 9 undir pari, hvor og Sang-Moon Bae og Hunter Mahan á T-8 á samtals 8 undir pari, hvor.

Adam Scott var meðal 3 kylfingar sem deildu 10. sætinu á samtals 6 undir pari og Ernie Els, Jim Furyk og Sergio Garcia deildu 13. sæti á samtals 5 undir pari og loks var Luke Donald meðal 5 kylfinga sem deildu 16. sætinu á samtals 4 undir pari, hver.

Til þess að sjá úrsltin á Northern Trust Open 2013 SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Northern Trust Open 2013 SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 4. hrings á Northern trust Open 2013, sem Charlie Beljan átti SMELLIÐ HÉR: