Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2013 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Lið Furman háskóla varð í 5. sæti á Seminole Match Up í Flórída – skor Ingunnar taldi!

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og lið Furman háskóla luku keppni á Seminole Match Up mótinu í dag.

Leikið var á Southwood golfvellinum í Tallahassee, Flórída, sem er alveg ótrúlega flottur. Komast má á heimasíðu Southwood með því að SMELLA HÉR: 

Alls tóku þátt 64 kylfingar frá 12 háskólum.

Ingunn lék samtals á 234 höggum (80 80 75) og bætti sig um 5 högg frá fyrri 2 dögum í dag.

Hún var á 4. besta skori liðsins og taldi skor hennar því í árangri í liðakeppninni, en þar hafnaði Furman háskóli í 5. sæti!

Næsta mót Furman er Darius Rucker Intercollegiate, sem fram fer á Hilton Head í Suður-Karólínu, dagana 8.-10. mars n.k., en þess mætti geta að leikið er á sömu völlum, þar sem Birgir Leifur og Ólafur Björn luku keppni í dag.

Til þess að sjá úrslitin á Seminole Match Up SMELLIÐ HÉR: