Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1. Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 21:15

Bandaríska háskólagolfið: Axel lauk keppni á Mobile Bay mótinu á 4 undir pari 68 glæsihöggum!!!

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State luku í dag leik á Mobile Bay Intercollegiate, en mótið fór fram dagana 18.-19. febrúar á Magnolia Grove Crossings golfvellinum í Mobile, Alabama.

Völlurinn sem keppnin fór fram á er hluti af hinum svokallaða RTJ Trail þ.e.. partur golfvalla, sem hannaður er af hinum fræga golfvallarhönnuði Robert Trent Jones í Alabama.

Komast má á heimasíðu Magnolia Grove með því að SMELLA HÉR:

Þátttakendur voru 80 frá 16 háskólum.

Axel lék á samtals á 2 yfir pari, 218 höggum (77 73 68)  Hann átti frábæran hring í dag, lék á 4 undir pari, 68 höggum.  Axel hóf leik í dag á lokahringnum á 11. teig., en strax á 1. holu sinni þ.e. 11. holu vallarins fékk hann fugl og alls urðu fuglarnir 2 á fyrstu 8 holunum.  Á fyrri 9 á Crossings vellinum (holum  nr. 9.-17. hjá Axel) bætti hann við 3 fuglum og var hann þá kominn á 5 undir par. Síðan kom leiðindaskolli á 8. holu (16. holu Axels í dag).  Holur 9 og 10 (þ.e. lokaholur sínar nr. 17 og 18) spilaði Axel svo á parinu. Frábær hringur!!!

Axel var á besta skori liðs síns, „The Bulldogs“, golfliðs Mississippi State.  Hann lauk keppni T-11, þ.e. deildi 11. sætinu með Thomas Perret frá Memphis háskóla  Lið Mississippi State deildi 4. sætinu með liði Wake Forest í liðakeppninni.

Næsta mót Axels og „The Bulldogs“  er The Tiger Shootout í Opelika, í Alabama (leikið verður á golfvelli Grand National golfklúbbsins). Mótið fer fram dagana 11.-12. mars n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Mobile Bay Intercollegiate  SMELLIÐ HÉR: