Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 19:45

Birgir Leifur og Ólafur Björn hefja leik á 2. móti eGolf Professional mótaröðinni á morgun

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, hefja á morgun leik á 2. móti eGolf Professional mótaröðinni í Suður-Karólínu.

Mótið sem um ræðir er Oldfield Open og er spilað á golfvöllum tveggja klúbba: Oldfield Country Club og Callawassie Island Club.

Birgir Leifur og Ólafur Björn hefja leik á golfvelli Oldfield CC.

Þátttakendur eru u.þ.b. 140 frá 15 þjóðlöndum.

Til þess að fylgjast með gengi þeirra Birgis Leifs og Ólafs Björns SMELLIÐ HÉR: