Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2013 | 08:50

Frá blaðamannafundi með Rory fyrir heimsmótið í holukeppni – Myndskeið

Í dag hefst heimsmótið í holukeppni  í Dove Mountain golfklúbbnum í Marana, Arizona. Meðal þátttakenda er nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy.

Ekkert hefir sést til  Rory síðan í Abu Dhabi HSBC Golf Championship og margar spurningar sem brenna á kylfingum: Er hann búinn að venjast Nike kylfunum? Er hann farinn að ryðga eftir mánaðar „frí“ eða kemur hann sterkari til leiks en nokkru sinni?

Í myndskeiðinu segir Rory m.a. að hann sé ánægður með að vera kominn aftur til Bandaríkjanna – þar hafi hann ekkert keppt síðan í Tour Championship. Holukeppni sé alltaf skemmtileg. Maður verði bara að reyna að komast í gegnum alla leikina í vikunni, mæta nýjum andstæðingi í hvert sinn og reyna að vinna hann. Rory segist elska Dove Mountain golfvöllinn – það sé góður völlur fyrir holukeppni því hægt sé að vera agressívur og ná mörgum fuglum.

Fyrsta spurningin sem Rory fékk var hvort hann væri farinn að venjast nýju Nike kylfunum. Rory virtist vera að koma sér svolítið hjá að svara þessari spurningu – Hann sagðist hafa verið í frönsku Ölpunum með Caroline (Wozniacki kærestu sinni) síðan í Monaco og svo heima í Flórída.  Hann sagði slakt gegni sitt í Abu Dhabi ekki kylfunum að kenna heldur að sveiflan hefði verið slök hjá sér en hún ætti að sleppa fyrir horn núna (ens.: „I turned a corner with my swing“).

Síðan tóku við fleiri spurningar fréttamanna en blaðamannafundurinn er nokkuð langur um 20 mínútur.

Til þess að sjá myndskeiðið með Rory McIlroy á blaðamannafundi fyrir heimsmótið í holukeppni SMELLIÐ HÉR: