Viðtal við Tiger fyrir heimsmótið í holukeppni – talar m.a. um leikinn við Obama – Myndskeið
Í dag hefst heimsmótið í holukeppni í Dove Mountain golfklúbbnum í Marana, Arizona. Fyrir mótið var tekið viðtal við Tiger Woods.
Það segir hann m.a. það sem allir vita um holukeppni, að allt geti gerst og mikilvægt sé að byrja vel.
Hann hrósar m.a. andstæðingi sínum í dag Charles Howell III, segir hann vera sívinnandi kylfing, sem gefist aldrei upp.
Um daginn spilaði Tiger við Barack Obama Bandaríkjaforseta og var spurður út í þann leik. Tiger sagði að leikurinn hefði verið góður og þeir hefðu skemmt sér vel. Þeir hefðu spilað saman og unnið og Obama væri að slá vel. Tiger sagðist algerlega hafa gleymt því að Obama væri örvhentur kylfingur, en það hefði rifjast upp fyrir honum í leiknum. Fréttamaðurinn segir þá að það sé gott að vita að Bandaríkjaforseti kunni að velja sér réttu spilafélagana það sé oft lykillinn að því að vinna …. og það fær Tiger til að brosa (sem er alltaf gaman að sjá í viðtölum, fremur en að hafa hann þungbúinn og leiðan).
Til þess að sjá myndskeiðið með viðtalinu við Tiger SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024