Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 19. 2013 | 19:00

GK: Þórdís Geirs í 1. sæti eftir 5 mót á Púttmótaröð GK-kvenna

Það mættu 30 konur á púttmótið á Öskudag, 13. febrúar s.l. Það var frábært fjör  og voru flestar konurnar klæddar í búninga í tilefni dagsins. Besta skorið átti Þórdis Geirs 29 pútt, Rannveig Hjalta  30 pútt og svo voru þær Anna Snædís, Guðrún Einars og Herdís Sigurjóns með 31 pútt.

Ein gömul og góð af púttmótaröð Keiliskvenna 2010: Þórdís Geir sú sem er efst 2013 er fremst á mynd sem Lilli klifurmús. Mynd: Kristinn S. Kristinsson

Ein gömul og góð af púttmótaröð Keiliskvenna 2010: Þórdís Geirs sú sem er efst 2013 er fremst á mynd sem Lilli klifurmús. Mynd: Kristinn S. Kristinsson

Staðan þegar 4 bestu telja er hér fyrir neðan. Síðan eru nokkrar með góð skor eftir 3 mót þannig að þessi staða gæti alveg breyst. Því er um að gera að mæta á morgun!!!

Ingveldur í kvennanefnd Keilis vill minna á lokahófið þann 15. mars n.k. en það stefnir að sögn í flott kvöld og undirbúningur á fullu.

Anna Gunnars að reyna að pútta í mörgæsarbúningnum á Öskudagsmóti Keiliskvenna. Mynd: Ingveldur Ingvarsdóttir

Anna Gunnars að reyna að pútta í mörgæsarbúningnum á Öskudagsmóti Keiliskvenna. Mynd: Ingveldur Ingvarsdóttir

Staðan eftir 5 mót – 4 bestu skor telja:

1. sæti Þórdís Geirs  119 pútt

2. sæti Anna Snædís 120 pútt

3. sæti Helga Jóhanns 121 pútt

4. -5. sæti Valgerður Bjarna 125 pútt

4.-5. sæti Rannveig Hjalta 125 pútt

6. sæti Kristín Fjóla 126 pútt

7.-8..sæti Herdís Sigurjóns 128 pútt

7.-8. sæti Dagbjört Bjarna 128 pútt

9. sæti Lovísa Hermannsdóttir 130 pútt