Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2013 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og Wake Forest luku leik í 14. sæti á Darius Rucker mótinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og „the Demon Deacons“ golflið Wake Forest luku í gær leiki á Darius Rucker Intercollegiate mótinu. Spilað var á golfvelli Long Cove klúbbsins, á Hilton Head Island í Suður-Karólínu.

Þátttakendur voru  81 frá 15 háskólum.

Ólafía Þórunn lék á samtals 26 yfir pari, 239 höggum (77 84 78). Hún bætti sig um 6 högg frá 2. hring og fór við það upp um 2 sæti.  Ólafía Þórunn  var á 4. besta skori Demon Deacon liðsins og taldi það því, en í liðakeppninni varð Wake Forest í næstneðsta eða 14. sætinu.

Næsta mót Ólafíu Þórunnar og Wake Forest er LSU Golf Classic, í Baton Rouge, Louisiana, dagana 22.-24. mars n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Darius Rucker mótinu SMELLIÐ HÉR: