Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2013 | 19:30

LET: Suzann Pettersen sigraði á World Ladies Championship í Kína

Það var norska frænka okkar Suzann Pettersen, sem stóð uppi sem sigurvegari á World Ladies Championship.

Suzann lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (70 67 67 66) og átti 1 högg á Inbee Park, frá Suður-Kóreu sem varð í 2. sæti.

Í 3. sæti varð Shanshan Feng, frá Kína á samtals 11 undir pari, en hún var heilum 7 höggum á eftir Suzann og 6 höggum á eftir Inbee Park.

„Mér fannst eins og það væri 64 í spilunum í dag og ég byrjaði vel,“ sagði Suzann m.a. eftir að sigur hennar lá ljós fyrir.  „Markmið mitt var að komast 20 undir par. Ég sagði við sjálfa mig að ef einhver vinnur mig á 20 undir pari þá gæti ég alveg lifað með því. Ég vissi að Inbee væri þarna og hún þarf bara að líta á púttin þá detta þau þannig að ég varð að gefa mitt besta og pútterinn minn var heitur í dag,“

„Ég er mjög ánægð með hvernig leikur minn er og er mjög ánægð að sjá hvernig kínverska golfsambandið vinnur með krökkunum og vexti íþróttarinnar.“

Til þess að sjá úrslitin á World Ladies Championship SMELLIÐ HÉR: