Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Si-Woo Kim – (6. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um. Framangreindu 5 kylfingar hafa nú allir verið kynntir og komið að þeim tveimur sem deildu 20. sætinu Si Woo Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sandra Palmer — 10. mars 2013 —
Afmæliskylfingur dagsins er Sandra Palmer. Sandra Palmer fæddist í Fort Worth, Texas, 10. mars 1943 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Hún ólst hins vegar upp í Bangor, Maine. Sandra var í North Texas State University þar sem hún var m.a. klappstýra og var valin „Homecoming Queen.“ Sem áhugamaður var hún fjórfaldur sigurvegari á West Texas Amateur og eins sigraði hún á Texas State Amateur árið 1963 þ.e. fyrir 50 árum! Hún gerðist atvinnumaður í golfi og komst á LPGA árið 1964 og vann 19 titla þar, þ.á.m. 2 risamót: Titleholders Championship 1972 og US Women´s Open 1975. Hún var efst á peningalistanum 1975 og hlaut titilinn leikmaður Lesa meira
PGA: Bolti Tiger lenti í pálmatré á 17. braut á 3. hring Cadillac-mótsins
Þetta er nokkuð sem eflaust einhverjir íslenskir kylfingar hafa reynt þegar þeir spila á suðlægari slóðum: að slá bolta sinn í pálmatré. Það kom fyrir Tiger Woods á par-4 17. dogleg/hundslappar braut Bláa Skrímslisins á 3. degi WGC-Cadillac Championship. Hann húkkaði bolta sínum beint í pálmatré. Og hvað gera 14-faldir risamótsmeistarar þá? Náð var í dómara, sem bað Tiger um upplýsingar um merkingu á boltanum hans og staðfesti stuttu síðar eftir að hafa skoðað boltann í gegnum sjónauka að þetta væri bolti Tiger, þarna uppi í pálmatrénu. Tiger varð að taka víti, en náði engu að síður skolla á holuna, sem hann tók aftur stuttu síðar á erfiðu par-4 18. Lesa meira
GK: Guttarnir og Guðrún Brá sigruðu í liðakeppni Hraunkots
Í gærkvöldi, 9. mars 2013 lauk liðakeppni Hraunkots 2012-2013 með glæstum sigri hjá Guttunum & Guðrúnu Brá. Liðið Guttarnir & Guðrún Brá samanstendur af: Atla Má Grétarssyni, Henning Darra Þórðarsyni, Kristni Sigursteini Kristinssyni, Þorkeli Má Júlíussyni og systkinunum Helga Snæ og Guðrúnu Brá Björgvinsbörnum Sigurbergssonar. Byrjað var að spila kl 14:00 í milliriðlum sem endaði þannig að í undanúrslit mættust Guttarnir & Guðrún Brá gegn Golfskólanum og í hinum leiknum The Pros gegn Fógetunum. Guttarnir & Guðrún Brá fóru í bráðabana gegn Golfskólanum og mörðu sigur, þar sem Helgi Snær tryggði Guttunum sigur á sjöttu holu bráðabana. Í seinni leiknum unnu The Pros sigur á Fógetunum 2-1. Það voru því Guttarnir & Lesa meira
PGA: Rory sagði að sjálfstraustið hefði verið í ólagi
Heimsins besti, Rory McIlroy var með 2. hring sinn á árinu undir pari á 3. hring WGC-Cadillac Championship, þ.e. spilaði á 1 undir pari, 71 höggi og situr nú í 30. sæti sem hann deilir með Lee Westwood, en þeir eru báðir búnir að spila á samtals 3 undir pari, en eru heilum 15 höggum á eftir Tiger. Annars var skorkort 3. hrings á WGC-Cadillac Championship ansi skrautlegt hjá Rory, en á því voru 6 fuglar, 8 pör, 3 skollar og 1 skrambi. En hann hangir inni – er ekkert að ganga af leikvelli eins og á Honda Classic fyrir viku. Í viðtali eftir hringinn viðurkenndi Rory að sjálfstraustið hefði sokkið Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 2. sæti á JMU/Eagle Landing mótinu eftir 2. dag
Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon hafa nú leikið 2 hringi á JMU/Eagle Landing Invite, í Orange Park, Flórída. Spilað er í Eagle Landing golfklúbbnum í Orange Park, Flórída og má skoða heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: Völlurinn er 7037 yarda par-72 hannaður af Clyde Johnston. Þátttakendur í mótinu eru 97 frá 17 háskólum. Eftir 2. dag eru Sunna og golflið Elon í 2. sæti í mótinu, í liðakeppninni. Í einstaklingskeppninni bætti Sunna leik sinn um 3 högg frá 1. degi, lék á 2 yfir pari, 74 höggum og fór úr upp um 16 sæti, úr 47. sætinu, sem hún var í eftir 1. hring, í 31. sætið, sem hún deilir Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og Wake Forest í 14. sæti á Darius Rucker mótinu eftir 2. dag
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og „the Demon Deacons“ golflið Wake Forest eru búin að spila 2 hringi á Darius Rucker Intercollegiate mótinu og fer lokahringur mótsins fram í dag. Spilað er á golfvelli Long Cove klúbbsins, á Hilton Head Island í Suður-Karólínu. Þátttakendur eru 81 frá 15 háskólum. Ólafíu Þórunni hefir oft gengið betur en hún deilir 69. sætinu eftir 2. dag mótsins með leik upp á samtals 19 yfir pari, 161 högg (77 84). Hún er á 4. besta skori Demon Deacon liðsins og telur það því, en í liðakeppninni er Wake Forest í næstneðsta eða 14. sætinu. Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar og golfliðs Wake Forest SMELLIÐ Lesa meira
PGA: Tiger leiðir með 4 höggum fyrir lokahringinn á WGC-Cadillac Championship – Hápunktar og högg 3. dags
Tiger Woods jók forystu sína á 3. degi WGC-Cadillac Championship mótinu á heimsmótaröðinni. Hann kláraði á 5 undir pari, 67 höggum; fékk 7 fugla, 9 pör og 2 skolla. Samtals er Tiger búinn að spila á 18 undir pari, 198 höggum (66 65 67). Tiger hefir samtals fengið 24 fugla á 3 hringjum sínum í mótinu, fleiri en nokkru sinni á öllum sínum langa ferli eftir 3 hringi, í 1 móti. Hér má sjá þrjá af fuglunum hans á 3. hring: á par-5 8. holunni SMELLIÐ HÉR: ; Á par-5 10. brautinni SMELLIÐ HÉR:; Á par-par-3 15. brautinni SMELLIÐ HÉR: Hvað gerir Tiger í dag? Stendur hann uppi sem sigurvegari í kvöld? Lesa meira
Birgir Leifur lauk leik á parinu á Irish Creek Classic
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk í dag leik á Irish Creek Classic mótinu. Spilað var á golfvelli The Club at Irish Creek í Kannapolis, Norður-Karólínu. Sjá má gullfallegar myndir af iðagrænum golfvöllum Irish Creek á heimasíðu klúbbsins (ekki vanþörf á því í þessum snjó og kulda hér á Íslandi) með því að SMELLA HÉR: Birgir Leifur lauk leik í 37. sætinu, sem hann deildi ásamt 7 öðrum. Birgir Leifur lék á samtals 4 yfir pari, 217 höggum (77 69 71 71). Í 1. sæti varð Bandaríkjamaðurinn Ryan Nelson á samtals 15 undir pari, átti 5 högg á þann sem varð í 2. sæti, landa sinn Jack Fields sem varð í 2. sæti Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Maha Haddoui – (22. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira








