Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2013 | 22:45

PGA: Tiger Woods sigraði á WGC-Cadillac Championship

Tiger Woods bar sigur úr býtum í WGC-Cadillac Championship nú rétt í þessu.

Hann spilaði á samtals 19 undir pari, 269 höggum (66 65 67 71).  Tiger spilaði lokahringinn af öryggi lauk keppni á 1 undir pari 71 höggi;  fékk 3 fugla, 13 pör og 2 skolla.  Þetta er 76. sigur Tiger á PGA Tour. Tiger sagði að sér hefði liðið vel alla vikuna og spilað vel og þakkaði „Steve“ (Stricker) fyrir púttlexíuna áður en hann tók við sigurbikarnum.

 Steve Stricker varð í 2. sæti á samtals 17 undir pari, 271 höggum (67 67 69 68). Hann var spurður að því að leikslokum hvort hann sæi eftir að hafa tekið Tiger í pútttíma fyrr í vikunni. Stricker bara brosti og sagði að Tiger væri vinur sinn og það væri gott að sjá hann spila vel.  Allir hjálpuðust að!“ Stricker alltaf sami góði gæinn!!!

Sergio Garcia, Phil Mickelson, Graeme McDowell og Adam Scott deildu síðan 3. sætinu á samtals 14 undir pari, 274 höggum, hvor; Garcia (66 72 67 59);  Scott (72 70 68 64) og Mickelson (67 67 69 71) og G-Mac (66 67 69 72).

Meira um mótið á morgun!

Til þess að sjá úrslitin á WGC-Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: