Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2013 | 07:00

Hver er kylfingurinn Scott Brown?

Hver er kylfingurinn Scott Brown?

Scott Brown er sigurvegari Puerto Rico Open 2013 er eitt svarið. Við það hlýtur hann kortið sitt á PGA Tour næstu 2 árin! …. sem er mikill léttir fyrir Brown því hann varð í 148. sæti á peningalistanum 2012 og gat því ekki endurnýjað kortið þannig eftir heldur dapurt nýliðaár 2012 á PGA Tour og eins tók hann ekki þátt í Q-school.

Scott Brown  fæddist 22. maí 1983 í Augusta, Georgia og verður því 30 ára eftir rúma 2 mánuði.  Hann spilaði golf með II. deildar háskólaliðinu Universtiy of South Carolina, Aiken.

Brown gerðist atvinnumaður 2006 og byrjaði ferilinn á því að leika á minni mótaröðum. Hann spilaði á NGA Hooters Tour frá 2007-2009 og var á toppi peningalista eGolf Professional Tour árið 2009 (en þetta er mótaröðin sem Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK hafa verið að spila á.)  Alls hefir Scott Brown unnið 4 sigra sem atvinnumaður, en fyrir utan sigur á Puerto Rico Open 2013 sigraði hann þrívegis á eGolf Professional Tour: Bushnell Championship 2009; Forest Oaks Classic og Cabarrus Classic, allt árið 2009.

Næstu ár 2010 og 2011 spilaði Brown á Nationwide Tour og varð 5 sinnum meðal efstu þriggja árið 2011 og varð hann því í 8. sæti á peningalistanum og hlaut kortið sitt í fyrsta sinn á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2012. Hann byrjaði ekki vel á PGA Tour – komst ekki í gegnum niðurskurð 6 fyrstu skipti sín en varð T-5 á Puerto Rico Open, 2012.  Besti árangur hans var að hann varð tvívegis T-5 en það fleytti honum sem segir aðeins í 148. sæti peningalistans.

En nú þarf Scott Brown ekki að hafa áhyggjur af kortinu sínu á PGA Tour næstu 2 árin!!!