Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2013 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon luku leik í 9. sæti á JMU Eagle Landing mótinu í Flórída

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon luku í gær leik á JMU/Eagle Landing Invite, í Orange Park, Flórída.

Spilað var í Eagle Landing golfklúbbnum í Orange Park, Flórída og má skoða heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Völlurinn er 7037 yarda par-72 hannaður af Clyde Johnston. Þátttakendur í mótinu voru 97 frá 17 háskólum.

Sunna og golflið Elon luku leik í 9. sæti í mótinu, sem hljóta að vera vonbrigði því báða dagana þar áður var Elon búið að vera í 2. sæti í mótinu.

Í einstaklingskeppninni lék Sunna á samtals  19 yfir pari, 235 höggum (77 74 84) varð T-58 og átti afar slakan lokahring líkt og allar í liði Elon. Hún varð hins vegar  eftir sem áður, líkt og báða dagana þar á undan á 4. besta skori liðsins og taldi það því í árangri Elon í liðakeppninni.

Næsta mót Sunnu og Elon er UNCW Seahawk Classic mótið í Wallace, Norður-Karólínu 6.-7. apríl n.k.

Til þess að sjá úrslitin á JMU/Eagle Landing mótinu í Flórída  SMELLIÐ HÉR: