Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2013 | 07:05

PGA: Scott Brown sigraði á Puerto Rico Open – Hápunktar og högg 4. dags

Það var bandríski kylfingurinn Scott Brown sem sigraði á Puerto Rico Open, sem fram hefir farið nú um helgina á Trump International golfvellinum í Rio Grande, Puerto Rico.  Brown spilaði á samtals 268 höggum (68 63 67 70).

Í 2. sæti urðu Jordan Spieth frá Texas og Fabian Gomez aðeins 1 höggi á eftir Brown.

Í 4. sæti urðu PGA nýliðinn Justin Bolli og Justin Stuard enn öðru höggi á eftir á samtals 270 höggum og 6. sætinu deildu þeir Andres Romero frá Argentínu og Titleist erfinginn Peter Uihlein á samtals 271 höggi, hvor.

Þekktari nöfnin eru mun neðar á skortöflunni, t.a.m. varð Camilo Villegas T-18, Angel Cabrera T-30 og Paul Casey rak lestina af þeim sem komust í gegnum niðurskurð varð í 77. sætinu.

Til þess að sjá úrslitin á Puerto Rico Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta á Puerto Rico Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 4. dags á Puerto Rico Open sem Matt Jones átti SMELLIÐ HÉR: