GKG: Ragnar Már og Páll Hróar sigruðu í stutta spils móti GKG
Á laugardaginn 16. mars s.l. fór fram í fyrsta skipti, en örugglega ekki það síðasta, opið golfmót í Kórnum. Um var að ræða stutta spils mót (vipp og pútt), til styrktar keppnishópum unglinga í GKG, sem fara til Spánar í æfingaferð í apríl. Sjá aðra frétt hér varðandi fyrirkomulag mótsins. Alls tóku 32 keppendur þátt, og þökkum við þeim kærlega fyrir þátttökuna og stuðninginn. Vonandi höfðu allir gaman af. Úrslit voru eftirfarandi, en keppt var með og án forgjafar. Úrslit allra keppenda má sjá með því að smella hér. Án forgjafar: 1. Ragnar Már Garðarsson GKG 77 – Gasgrill frá N1 2. Daníel Hilmarsson GKG 78 – Hágæða bílabón, klútar, og golfregnhlíf frá Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Thomas Aiken?
Thomas Aiken frá Suður-Afríku sigraði í gær á Avantha Masters á Indlandi og var það 2. sigur hans á Evrópumótaröðinni. Með sigrinum er hann nú kominn í 90. sæti heimslistans, sem er það hæsta sem hann hefir komist á honum. En hver er kylfingurinn? Thomas Edward Aiken fæddist 16. júlí 1983 í Jóhannesarborg, Suður-Afríku og verður því 30 ára á árinu. Hann á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar en þeir Adam Scott og Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri GSG. Eftir árangursríkan áhugamannsferil, þar sem hann var m.a. áhugamaður ársins í Suður-Afríku 2001 gerðist Aiken atvinnumaður í golfi í byrjun árs 2002. Árið 2004 vann hann þrívegis á Sunshine Tours Winter Swing. Næsta Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Paula Hurtado – (29. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór hefur leik á Carter Plantation Intercollegiate í dag
Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State hefja leik á Carter Plantation Intercollegiate, en mótið er í boði Southeasters Louisiana University. Spilað er á golfvelli Carter Plantation golfklúbbsins í Springfield, Louisiana en völlurinn er par-72 og 7104 yarda (6496 metra) langur. Þetta er fyrsti völlurinn sem PGA leikmaðurinn David Toms hannaði, en sjá má myndir af honum á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: Þetta er tveggja daga mót fer fram 18.-19. mars og verða tveir hringir spilaðir í dag og 1 á morgun. „The Colonels“ þ.e. ofurstarnir, golflið Nicholls State, hefir ekkert spilað síðan á Rice Intercollegiate í Texas, 4.-5. febrúar s.l., en þá var Andri Þór Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: —– Helgi Hólm —– 18. mars 2013
Það er Helgi Hólm, sem er afmæliskylfingur dagsins. Helgi er fæddur 18. mars 1941 og á því 72 ára afmæli í dag!!! Helgi er í Golfklúbbi Sandgerðis, en með tilstuðlan Helga komst karlasveit GSG upp í 1. deild eftir sigur í sveitakeppni GSÍ s.l. sumar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Helgi Hólm F. 18. mars 1941 (72 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir sem afmæli eiga í dag eru: Macdonald „Mac“ Smith,f. 18. mars 1892 – d. 31. ágúst 1949; Adele Bannermann (áströlsk), 18. mars 1976 (37 ára); Bri Vega, 18. mars 1982 (31 árs); Marousa Polias Lesa meira
Heimslistinn: Kevin Streelman fer úr 205. í 74. sætið á heimslistanum
Litlar breytingar eru á toppi heimslistans í þessari viku – reyndar er allt óbreytt meðal efstu 10. Í efsta sæti er sem fyrr Rory McIlroy, Tiger er í 2. sæti, Luke Donald saxar aðeins á forskot Rory, eftir 4. sætis árangur á Tampa Bay Championship í gær, en er enn í 3. sæti; í 4. sæti er Brandt Snedeker, Justin Rose er í 5. sæti; Louis Oosthuizen í 6. sæti; Adam Scott í 7. sæti; Steve Stricker í 8. sæti; Matt Kuchar í 9. sæti og Phil Mickelson í 10. sæti. Kevin Streelman, sá sem sigraði á Tampa Bay Championship á PGA mótaröðinni, tekur gott stökk upp heimslistans, var í Lesa meira
PGA: Jordan Spieth fær keppnisrétt á PGA
Hin 19 ára Jordan Spieth, frá Texas vann sér inn keppnisrétt út árið á bestu mótaröð heims, bandaríska PGA, eftir að hafa landað 7. sætinu á móti helgarinnar á PGA, Tampa Bay Championship. Þar með er hann sem stendur yngsti kylfingurinn á túrnum eða allt þar til Si Woo Kim frá Suður-Kóreu verður 18 ára í sumar og fær formlega keppnisréttinn sem hann vann sér inn í gegnum Q-school á síðast ári. Þetta þýðir að Spieth er ekki lengur bundinn við að spila aðeins á 7 mótum, sem hann fékk að spila á, á undanþágu. Keppnisrétturinn er veittur Spieth eftir góða frammistöðu í nokkrum undanförnum mótum (ekki bara Tampa Bay) Lesa meira
Graeme McDowell sýnir hvernig ekta Guinness á að vera – Myndskeið
Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell er í heilmikilu landkynningarstarfi í Bandaríkjunum. Hann sýnir okkur hér í meðfylgjandi myndskeiði hvernig eigi að tappa rétt af Guinness bjórtunnu, en það þarf að gera eftir kúnstarinnar reglum og ekki sama hvernig farið er að. Hann segir m.a. í myndskeiðinu að Guinness-inn smakkist ekki eins og á Írlandi („doesn´t travel well) …. en þetta sé þó besti staðurinn (Nona Blue veitingastaðurinn í Orlando, Flórída) til að fá sér einn utan Írlands…. enda ekki furða staðurinn er nefnilega í eigu G-Mac! Kannski fleiri kylfingar ættu að taka upp á þessu; Hér er t.a.m. stungið upp á að Kaymer sýni okkur hvernig á að drekka ekta Kölsch! Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel, Haraldur og Mississippi State luku leik í 2. sæti í Flórída
Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR, tóku þátt í Seminole Intercollegiate mótinu, sem fram fór á Southwood golfvellinum í Tallahassee, Flórída. Sjá má völlinn sem þeir Axel og Haraldur Magnús spiluðu á, á heimasíðu klúbbsins, með því að SMELLA HÉR: Þess mætti geta að völlurinn hefir verið valinn einn af 35 bestu golfvöllum Bandaríkjanna af Golf Magazine. Þetta var þriggja daga mót, frá 15.-17. mars og þátttakendur voru 66 frá 11 háskólum. Axel lék á samtals 3 undir pari, 213 höggum (68 71 74) og deildi 11. sætinu í mótinu í einstaklingskeppninni ásamt Hank Lebioda frá Florida State háskólanum. Þetta var fyrsta mót Haraldar Magnúsar á árinu, en hann lék á Lesa meira
LPGA: Stacy Lewis sigraði á RR Donneley – er komin í 1. sæti Rolex-heimslistans
Það var bandaríska stúlkan Stacy Lewis sem átti glæsilegan lokahring á RR Donneley LPGA, lék á 8 undir pari, 64 höggum og tryggði sér þar með sigurinn í mótinu og átti 3 högg á næsta keppinaut sinn, Ai Miyazato, sem búin var að leiða mestallt mótið. Á hringnum góða fékk Lewis 9 fugla, 8 pör og 1 skolla. Samtals spilaði Lewis á 23 undir pari, 265 höggum (68 65 68 64). Við þennan glæsisigur er Lewis komin í 1. sæti Rolex-heimslistans og veltir þar með úr sessi Yani Tseng, frá Taiwan, sem búin er að tróna á toppnum í samfellt 109 vikur. Í 2. sæti var sem segir hin japanska Lesa meira









