Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2013 | 20:30

GKG: Ragnar Már og Páll Hróar sigruðu í stutta spils móti GKG

Á laugardaginn 16. mars s.l. fór fram í fyrsta skipti, en örugglega ekki það síðasta, opið golfmót í Kórnum. Um var að ræða stutta spils mót (vipp og pútt), til styrktar keppnishópum unglinga í GKG, sem fara til Spánar í æfingaferð í apríl. Sjá aðra frétt hér varðandi fyrirkomulag mótsins.

Alls tóku 32 keppendur þátt, og þökkum við þeim kærlega fyrir þátttökuna og stuðninginn. Vonandi höfðu allir gaman af.

Úrslit voru eftirfarandi, en keppt var með og án forgjafar. Úrslit allra keppenda má sjá með því að smella hér.

Án forgjafar:
1. Ragnar Már Garðarsson GKG 77 – Gasgrill frá N1
2. Daníel Hilmarsson GKG 78 – Hágæða bílabón, klútar, og golfregnhlíf frá N1
3. Hlynur Bergsson GKG 79 – Vörur frá Golfbúðinni Hfj. og konfektkassi frá Nóa Síríus.

Með forgjöf:
1. Páll Hróar Helgason GKG 66 – Golfsett frá N1
2. Viktor Snær Ívarsson GKG 66 – Hágæða bílabón, klútar, og golfregnhlíf frá N1
3. Máni Freyr Oscarsson GKG 68 – Vörur frá Golfbúðinni Hfj. og konfektkassi frá Nóa Síríus.

Páll Hróar var með betri árangur á seinustu þremur brautunum og hlýtur því fyrsta sætið.

Styrktaraðilum mótsins þökkum við fyrir verðlaunin.

Vinninga er hægt að vitja í golfskála GKG eftir helgi á skrifstofutíma (tala við Guðrúnu eða Agnar).

Heimild: GKG/Úlfar Jónsson