Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1. Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2013 | 07:45

Bandaríska háskólagolfið: Axel, Haraldur og Mississippi State luku leik í 2. sæti í Flórída

Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR, tóku þátt í Seminole Intercollegiate mótinu, sem fram fór á Southwood golfvellinum í Tallahassee, Flórída. Sjá má völlinn sem þeir Axel og Haraldur Magnús spiluðu á, á heimasíðu klúbbsins, með því að SMELLA HÉR:  Þess mætti geta að völlurinn hefir verið valinn einn af 35 bestu golfvöllum Bandaríkjanna af Golf Magazine.

Þetta var þriggja daga mót, frá 15.-17. mars og þátttakendur voru 66 frá 11 háskólum.

Axel lék á samtals 3 undir pari, 213 höggum (68 71 74) og deildi 11. sætinu í mótinu í einstaklingskeppninni ásamt Hank Lebioda frá Florida State háskólanum.

Þetta var fyrsta mót Haraldar Magnúsar á árinu, en hann lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (74 77 74) og deildi 44. sætinu með 2 öðrum.

Lið Mississippi State hafnaði í 2. sæti í liðakeppninni, sem er glæsilegur árangur!!! Næsta mót liðsins er Bancorp South Reunion Intercollegiate, sem fram fer á Old Waverly (uppáhaldsgolfvelli Axels erlendis) í Mississippi, 1.-2. apríl n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Seminole Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: