Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2013 | 09:00

Graeme McDowell sýnir hvernig ekta Guinness á að vera – Myndskeið

Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell er í heilmikilu landkynningarstarfi í Bandaríkjunum.

Hann sýnir okkur hér í meðfylgjandi myndskeiði hvernig eigi að tappa rétt af Guinness bjórtunnu, en það þarf að gera eftir kúnstarinnar reglum og ekki sama hvernig farið er að.

Hann segir m.a. í myndskeiðinu að Guinness-inn smakkist ekki eins og á Írlandi („doesn´t travel well) …. en þetta sé þó besti staðurinn (Nona Blue veitingastaðurinn í Orlando, Flórída) til að fá sér einn utan Írlands…. enda ekki furða staðurinn er nefnilega í eigu G-Mac!

Kannski fleiri kylfingar ættu að taka upp á þessu;  Hér er t.a.m. stungið upp á að Kaymer sýni okkur hvernig á að drekka ekta Kölsch!

Til þess að sjá myndskeiðið með Graeme McDowell og Guinness bjórnum SMELLIÐ HÉR: