Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2013 | 12:00

Heimslistinn: Kevin Streelman fer úr 205. í 74. sætið á heimslistanum

Litlar breytingar eru á toppi heimslistans í þessari viku – reyndar er allt óbreytt meðal efstu 10. Í efsta sæti er sem fyrr Rory McIlroy, Tiger er í 2. sæti, Luke Donald saxar aðeins á forskot Rory, eftir 4. sætis árangur á Tampa Bay Championship í gær, en er enn í 3. sæti;  í 4. sæti er Brandt Snedeker, Justin Rose er í 5. sæti; Louis Oosthuizen í 6. sæti; Adam Scott í 7. sæti; Steve Stricker í 8. sæti; Matt Kuchar í 9. sæti og Phil Mickelson í 10. sæti.

Kevin Streelman, sá sem sigraði á Tampa Bay Championship á PGA mótaröðinni, tekur gott stökk upp heimslistans, var í 205. sæti eftir Puerto Rico Open fyrir viku síðan, en eftir sigurinn í gær er hann kominn á topp-100 þ.e. í 74. sætið!!!

Thomas Aiken, frá Suður-Afríku, sem sigraði á Avantha Master, samvinnuverkefni Evrópumótaraðarinnar og Asíutúrsins tekur sömuleiðis vænt stökk upp heimslistann var í 129. sæti heimslistans eftir Tshwane Open en er líkt og Streelman kominn á topp-100, þ.e. í 90. sætið!!!

Til þess að sjá heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR: