Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 00:30

GL: Nýtt Íslandsmet í golfmaraþoni sett á Akranesi

Eftirfarandi frétt var í fréttamiðlinum Skessuhorni á Vesturlandi: „Ungir kylfingar úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi hafa að undanförnu aflað fjár til æfingaferðar til Novo Sanctri Petri í byrjun næsta mánaðar. Í þeim tilgangi efndu þeir til golfmaraþons um síðustu helgi og höfðu áður safnað áheitum meðal bæjarbúa. Golfmaraþonið fór fram á æfingasvæðinu í Teigum á Garðavelli. Níu strákar á aldrinum 14-17 ára í afreksefnahópi Leynis æfðu golf í 25 klst. samfellt. Byrjað var klukkan átta á laugardagsmorgun. Tveir til þrír slógu til skiptis og síðan var spilað sleitulaust til klukkan níu á sunnudagsmorgun. Þar með var Íslandsmetið slegið en fyrra metið var nákvæmlega einn sólarhringur, eða 24 tímar, sett af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2013 | 19:30

EPD: Þórður Rafn á 4 yfir pari eftir 1. dag í Egyptalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék 1. hringinn á 4 yfir pari, 76 höggum á Red Sea Egyptian Classic mótinu, en mótið er hluti af þýsku EPD-mótaröðinni og hófst í dag á   golfvelli Sokhna golfklúbbsins (Ain El Sokhna) í Egyptalandi. Þátttakendur  í mótinu, sem stendur dagana 19.-21. mars, eru 83. Þórður Rafn fékk 2 fugla, 10 pör og 6 skolla og er sem stendur í 47. sæti. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag  Red Sea Egyptian Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2013 | 15:00

Nýju strákarnir á PGA 2013: Robert Karlsson – (12. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Nú er komið að 3 strákum sem deildu 14. sætinu þeim: Matt Jones, Robert Karlsson og Eric Meierdierks.  Eric Meierdierks, hefir þegar verið kynntur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachman – 19. mars 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Kristín Bachman, GR. Guðrún Kristín er fædd 19. mars 1953 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Guðrún Kristín hefir tekið þátt í opnum golfmótum  með góðum árangri.  Þannig var Guðrún Kristín m.a. í 3. sæti í Vetrarmóti GS  13. nóvember 2011 með 40 glæsipunkta í móti þar sem þátt tóku um 100 manns, en þar af voru kvenþátttakendur 5. Guðrún Kristín er gift Pétri Georg Guðmundssyni.  Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Guðrún Kristín Bachmann (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  John Henry Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2013 | 11:15

PGA: Hvað er í pokanum hjá sigurvegaranum á Tampa Bay mótinu – Kevin Streelman?

Kevin Streelman sigraði á Tampa Bay Championship nú um helgina og þar með fyrsta mótið sitt á PGA Tour. Hann spilaði á samtals 10 undir pari, 274 höggum og átt 2 högg á næsta mann, Boo Weekly.  Þar með tryggði hinn 34 ára Streelman sér sigur- tékkann upp á $ 990.000 (u.þ.b. 125 milljónir íslenskra króna).  Eftirfarandi kylfur voru í poka sigurvegarans: Dræver: Ping G20, Oban Kiyoshi Graphitskaft, 9,5° Loft 3-tré: Ping G25, Oban Kiyoshi Graphitskaft, 15° Loft Blendingur: TaylorMade Rescue TP, með Aldila NV Grafitskafti 17° Loft Járn (3-PW): Wilson Staff Ci11 (3), Project X 6.5 stálskaft; Wilson Staff FG Tour V2 (4-9), Project X 6.5 stálsköft. Fleygjárn: Wilson Staff FG Tour TC (48°, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2013 | 11:00

Adam Scott undirbýr sig af krafti fyrir Masters

Adam Scott og risamót? Flestum kemur í hug hrun hans, þegar hann fékk 4 skolla á síðustu 4 holum Opna breska 2012 og Ernie Els stal sigrinum. „Það dró aðeins úr sársaukanum að Els er góður vinur minn þannig að ég fann til nokkurrar gleði hans vegna,“ sagði Scott um sigur Els á Opna. En nú er Adam Scott að undirbúa sig af krafti fyrir The Masters, en nú styttist sífellt meir í þetta risamót allra risamóta. Á Augusta National var það líka í fyrsta skiptið sem Scott barðist af alvöru fyrir fyrsta risatitli sínum, sem hann hefir til dagsins í dag ekki náð. Á Masters árið 2011 var hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2013 | 08:55

EPD: Þórður Rafn hefur keppni í Egyptalandi í dag

Þórður Rafn Gissurarson, GR, hefur keppni í dag á Red Sea Egyptian Classic mótinu, en mótið er hluti af þýsku EPD-mótaröðinni. Þátttakendur eru 83. Mótið stendur dagana 19.-21. mars 2013 og fer fram á golfvelli Sokhna golfklúbbsins (Ain El Sokhna) í Egyptalandi. Völlurinn er hannaður af þeim John Sanford og Tim Lobb og má skoða skemmtilegt kynningarmyndskeið á egypska golfstaðnum (fannst bara á arabísku) með því að  SMELLA HÉR:  Þórður Rafn á rástíma kl. 9:50 að staðartíma (kl. 11:50 hjá okkur) Sjá má rástíma keppenda með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Nicholls State í 11. sæti á Carter Plantation Invitational í Louisiana eftir 1. dag

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State hófu leik í gær á Carter Plantation Intercollegiate, en mótið er í boði Southeasters Louisiana University. Þátttakendur eru 66 frá 12 háskólum. Spilað er á golfvelli Carter Plantation golfklúbbsins í Springfield, Louisiana en völlurinn er par-72 og 7104 yarda (6496 metra) langur. Þetta er fyrsti völlurinn sem PGA leikmaðurinn David Toms hannaði, en sjá má myndir af honum á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:  Þetta er tveggja daga mót fer fram 18.-19. mars og voru 2 hringir spilaðir í gær og svo verður lokahringurinn spilaður í dag. Andra Þór hefir oft gengið betur en hann deilir 54. sætinu með 2 öðrum kylfingum  í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín á 3. besta skori Pfeiffer i N-Karólínu e. 1. dag

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2012 og „The Falcons“, golflið Pfeiffer háskóla taka um þessar mundir þátt í tveggja daga móti The Wingate Pinehurst Challenge, sem fram fer dagana 18.-19. mars 2013 í Norður-Karólínu. Þátttakendur eru 90 frá 16 háskólum. Fyrsti hringurinn var leikinn í gær og var Stefanía Kristín á 3. besta skori liðs síns „The Falcons“, 85 höggum (43-42) og er hún T-29 í einstaklingskeppninni, þ.e. deilir 29. sætinu með 6 öðrum kylfingum. „The Falcons“, lið Pfeiffer háskóla deilir 7. sætinu með King College. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Wingate Pinehurst Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2013 | 20:45

Nú er það opinbert! Woods og Vonn eru par!!!

Nú er það opinbert!:  Tiger Woods og Lindsey Vonn eru par. Einn besti kylfingur allra tíma og Ólympíu skíðadrottningin gáfu út tilkynningar bæði á Facebook og Twitter ásamt myndum af sér. „Þetta keppnistímabil hefir verið frábært að svo komnu með sigrum bæði á Torrey og Doral,“ sagði Woods m.a. á Facebook síðu sinni. „En nokkuð dásamlegt hefir líka gerst utan vallar en það var að hitta Lindsey Vonn. Lindsey og ég höfum verið vinir um tíma, en á nokkrum síðustu mánuðum höfum við orðið mjög náin og erum nú í föstu sambandi.  Við þökkum ykkur fyrir stuðninginn og fyrir að virða einkalíf okkar. Við viljum halda áfram með samband okkar, Lesa meira