
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Paula Hurtado – (29. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.
Auk þess hafa allar stúlkur verið kynntar, sem höfnuðu í sætum 17-30 í Lalla Aicha Tour School 2013. Nú um helgina verða kynntar þær stúlkur sem urðu í 15. og 16. sætinu í Q-school, í fyrradag var Dawn Shockley kynnt og í dag er það Paula Hurtado.
Fullt nafn: Paula Hurtado.
Ríkisfang: kólombísk.
![]() |
Fæðingardagur: 5. febrúar 1990.
Fæðingarstaður: Medellin, Kólombía.
Gerðist atvinnumaður: 2012.
Hæð: 1,77 m.
Hárlitur: Dökkbrúnn.
Augnlitur: Brúnn.
Byrjaði í golfi: 7 ára.
Mestu áhrifavaldarnir í golfinu: Foreldrar
Áhugamál: hjóla, blak og fara í ræktina.
Besta skor á áhugamannsferli: 64.
Hápunktar ferilsins: Paula var efst á Junior Local Ranking of Antioquia, í Kólombíu, á árunum 2003-2007. Hún komst í gegnum úrtökumót fyrir South American Championship árin 2006 og 2007. Paula sigraði á Junior National Championship Medal Play “Arturo Calle Cup” – Club Hatogrande, Bogotá, í Kólombíu, árið 2006. Hún var unglingameistari í holukeppni á “Eduardo Herrera Cup” – Club Llanogrande, Medellín, í Kólombíu og efst rankaði unglingurinn í Kólobíu, 2007.
Paula hefir tekið þátt í fjölda golfmóta í Suður-Ameríku m.a.: National Youth Championship – Club Farallones, Cali, í Kólombíu, 2006.International Juvenile and Junior Championship “Alpina Cup” – San Andrés Golf Club, Bogotá, Kólombíu, 2006.International Juvenile and Junior Championship Guatemala City – Mayan Golf Club, Guatemala City, Guatemala, árið 2006. Hún var íþróttamaður ársins í Club Campestre el Rodeo, Medellín, Kólombíu– 2006 – 2007. Hún tók þátt í Junior South American Championship – Valencia, Venezuela 2005. Junior South American Championship – Sao Paulo, Brasilíu, 2007. Junior South American Championship – Bucaramanga, Kólombíu 2008.
Menntun: Paula var í University of Arkansas og spilaði í bandaríska háskólagolfinu m.a. tók hún þátt í eftirfarandi mótum og hlaut eftirfarandi viðurkenningar: Tók þátt í University of Arkansas Little Rock (UALR) Golf Classic – í Arkansas 2008. Ranking Sunbelt Conference – 2008. Morehead State University (MSU) Spring Kick off – Oxnard, California 2008. Betle Lou Evans Invitational – 2009. Wolverine Invitational – Ann Arbor, Michigan 2010. Paula var nýliði ársins í Sunbelt Conference 2008. All Conference 2008 – 2009 – 2010. Hún var ein af 9 kylfingum tilþess að verða valin til að keppa í einstaklingskeppni á NCAA Championships. FIU VIP Player – 2008.FIU leikmaður ársins – 2010. FIU MVP leikmaður – 2009 – 2010 – 2011. Golfweek Magazine leikmaður vikunnar – 2010.
Staðan í Lalla Aicha Tour School for 2013: T-15.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster