Stacy Lewis
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2013 | 23:59

LPGA: Stacy Lewis sigraði á RR Donneley – er komin í 1. sæti Rolex-heimslistans

Það var bandaríska stúlkan Stacy Lewis sem átti glæsilegan lokahring á RR Donneley LPGA, lék á 8 undir pari, 64 höggum og tryggði sér þar með sigurinn í mótinu og átti 3 högg á næsta keppinaut sinn, Ai Miyazato, sem búin var að leiða mestallt mótið.  Á hringnum góða fékk Lewis 9 fugla, 8 pör og 1 skolla.

Samtals spilaði Lewis á 23 undir pari, 265 höggum (68 65 68 64). Við þennan glæsisigur er Lewis komin í 1. sæti Rolex-heimslistans og veltir þar með úr sessi Yani Tseng, frá Taiwan, sem búin er að tróna á toppnum í samfellt 109 vikur.

Í 2. sæti var sem segir hin japanska Ai Miyazato á samtals 20 undir pari, 268 höggum (63 67 67 71).

Lewis bar sigur úr býtum eftir dramatík á síðustu holunum. Hún fékk fugl á 3 af síðustu 4 holunum meðan að Ai fékk skramba á 16. holu.

„Þetta er ótrúlegt“ sagði Lewis eftir sigurinn. „Við börðumst fram og aftur og ég bjóst ekki við þessu. Ég var bara að reyna að fá fugla þarna í lokin.“

Sigurinn hafðist tveimur dögum eftir að kylfusveinn Lewis, sem var að testa sandglompu olli því að Lewis fékk 2 högg í víti fyrir þetta athæfi  sitt.

Cristie Kerr er eini bandaríski kvenkylfingurinn, sem hefir tekist að landa 1. sætinu á heimslistanum fram til þessa og Stacy viðurkenndi að það að vera heimsins besti kvenkylfingur „hljómaði býsna vel!“

Til þess að sjá úrslitin á RR Donnelley LPGA Founders Cup 2013 SMELLIÐ HÉR: