Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2013 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Thomas Aiken?

Thomas Aiken frá Suður-Afríku sigraði í gær á Avantha Masters á Indlandi og var það 2. sigur hans á Evrópumótaröðinni.  Með sigrinum er hann nú kominn í 90. sæti heimslistans, sem er það hæsta sem hann hefir komist á honum.  En hver er kylfingurinn?

Thomas Aiken frá Suður-Afríku

Thomas Aiken frá Suður-Afríku

Thomas Edward Aiken fæddist 16. júlí 1983 í Jóhannesarborg, Suður-Afríku og verður því 30 ára á árinu. Hann á sama afmælisdag og ekki ófrægari kylfingar en þeir Adam Scott og Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri GSG.

Eftir árangursríkan áhugamannsferil, þar sem hann var m.a. áhugamaður ársins í Suður-Afríku 2001 gerðist Aiken atvinnumaður í golfi í byrjun árs 2002.

Árið 2004 vann hann þrívegis á Sunshine Tours Winter Swing. Næsta ár var hann á toppi peningalistans í Winter Swing-i Sólskinstúrsins og bætti við 2 sigrum.

Árið 2007 spilaði Aiken á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) en komst aðeins 3 sinnum í gegnum niðurskurð og besti árangurinn var 13. sætið á the Price Cutter Charity Championship.

Hann náði að tryggja sér kortið sitt á Evrópumótaröðinni 2008 í gegnum Q-school og varð í 131. sæti á peningalistanum, en besti árangurinn var 13. sætið á Alfred Dunhill Links Championship, sem var eini árangurinn á topp-30, þ.e. meðal 30 efstu.

Á 2009 keppnistímabilinu varð Aiken í fyrsta sinn meðal 10 efstu á Evrópumótaröðinni þegar hann varð T-4 í Alfred Dunhill Championship, eftir að hafa verið í forystu fyrir lokadaginn eftir glæsi 3. hring, þar sem hann var með skor upp á 61 högg. Þetta ásamt öðrum skiptum sem hann varð meðal efstu 10 á mótum, þ.á.m. þegar hann sigraði á Platinum Classic það ár, varð til þess að Aiken lauk 2008 tímabilinu í 3. sæti stigalistans.
Fjöldi topp-10 árangra á Evrópumótaröðinni 2009, þ.á.m. í einu risamótanna og í einu heimsmótinu, leiddi til þess að Aiken fékk þátttökurétt í Dubai World Championship, þrátt fyrir að vera aðeins með status að hluta á túrnum. Hann lauk tímabilinu í 46. sæti á Race to Dubai (peningalista Evrópumótaraðarinnar).

Aiken hefir nokkrum sinnum tekið þátt í góðgerðarmótum Gary Player.

Thomas Aiken

Thomas Aiken

Í maí 2011 vann Aiken fyrsta mótið sitt á Evrópumótaröðinni, the Open de España, átti tvö högg á Anders Hansen. Hann tileinkaði sigurinn Seve Ballesteros sem dó daginn áður (7. maí 2011). „Ég vil algjörlega tileinka honum sigurinn, þar sem þetta er „heima Opna mótið“ hans og það sem hann lét eftir sig til aðdáenda sinna heima við og golfíþróttarinnar,“ sagði Aiken.

Í gær 17. mars 2013 vann Aiken síðan 2. sigur sinn á Evrópumótaröðinni; Avantha Masters sem fram fór í Jaypee Garden í Delhi á Indlandi. Þar átti hann 3 högg á næsta mann, heimamanninn Gaganjeet Bhullar.

Alls á Thomas Aiken því að baki 2 sigra á Evrópumótaröðinni og 7 á Sólskinstúrnum suður-afríska.