Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2013 | 08:45

EDP: Þórður Rafn komst ekki í gegnum niðurskurð í Egyptalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk í gær keppni á Red Sea Egyptian Classic mótinu, í Egyptalandi, sem er hluti af þýsku EDP-mótaröðinni. Spilað var á golfvelli Sokhna golfklúbbsins (Ain El Sokhna) og voru þátttakendur í mótinu, sem stendur 19. -21. mars, 83 talsins Þórður Rafn komst ekki í gegnum niðurskurð þrátt fyrir að bæta sig um 1 högg milli daga, var 3 höggum frá niðurskurðarlínunni. Samtals lék Þórður Rafn á 7 yfir pari, 151 höggi (76 75) og komst sem segir ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni, þar sem hann var miðaður við samtals 4 yfir pari. Næsta mót Þórður Rafns ter einnig í Egyptalandi og hefst þriðjudaginn n.k., 26. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2013: Matt Jones – (13. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Nú er komið að 3 strákum sem deildu 14. sætinu þeim: Matt Jones, Robert Karlsson og Eric Meierdierks.  Eric Meierdierks og Robert Karlsson hafa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Bonita Bredenhann – (30. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.  Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Singh Atwal – 20. mars 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Indverjinn Arjun Atwal. Atwal fæddist 20. mars 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Atwal fæddist inn í sikha fjölskyldu Harminder Singh Atwal (en pabbi Arjun er þekktur iðnjöfur í Asansol og Kolkata í Vestur-Bengal á Indlandi). Atwal byrjaði í golfi 14 ára og var meðlimur í  Royal Calcutta golfklúbbnum og Tollygunge golfklúbbnum, sem þykja meðal þeirra bestu á Indlandi. Hann var einnig í 2 ár í námi í Bandaríkjunum í  W. Tresper Clarke High School, í Westbury, New York. Eldri bróðir Arjun Atwal,  Govind Singh Atwal er einnig mjög góður kylfingur. Arjun Atwal gerðist atvinnumaður 1995 og spilar á 3 mótaröðum: bandaríska PGA, Evróputúrnum og Asíutúrnum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 11:00

Graeme McDowell segir stjörnulífið hafa tekið sinn toll af Rory

Graeme McDowell telur að stjörnulífið og pressan af því að vera nr.1 á heimslistanum hafi tekið sinn toll af vini sínum, Rory McIlroy. McDowell vann sig upp hægt og sígandi í atvinnumennskunni áður en hann náði toppárangri sínum þegar hann sigraði á Opna bandaríska risamótinu á Pebble Beach 2010. Ferill Rory upp á við hefir á hinn bóginn verið mun brattari, en hinn 23 ára Rory hefir verið mikið í sviðsljósinu einkum eftir að hann brotnaði saman á The Masters 2011. „Ég er búin að upplifa ör-afbrigði af því sem Rory hefir gengið í gegnum,“ sagði McDowell á blaðamannafundi fyrir mót vikunnar á PGA Tour; Arnold Palmer Invitational. „Vitið þið, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 10:15

PGA: Brandt Snedeker kominn aftur til keppni eftir meiðsli – Myndskeið

Nr. 4 á heimslistanum, Brandt Snedeker er stiginn upp úr rifbeinsmeiðslum, sem hann hefir þjáðst af í nokkurn tíma og tekur þátt í móti vikunnar á PGA Tour, Arnold Palmer Invitational. Snedeker vann AT&T mótið á Pebble Beach í s.l. mánuði, en hefir alveg verið frá keppni síðan þá. Í meðfylgjandi myndskeiði talar hann um meiðsli sín og segir m.a. að meiðslin geti varað allt frá 2-8 vikum. Hann hafi alls ekki viljað missa af the Masters risamótinu vegna meiðslanna og því tekið það rólega. Meiðslin hafi ekkert pirrað hann við æfingar fyrir Arnold Palmer Inv. þó hann væri enn svolítið sár, sem væri viðbúið. Til þess að sjá myndskeið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 09:15

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Pfeiffer luku leik í 7. sæti á Pinehurst mótinu

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2012 og „The Falcons“, golflið Pfeiffer háskóla luku leik í gær á The Wingate Pinehurst Challenge, sem fram fór dagana 18.-19. mars 2013 í Norður-Karólínu. Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum. Stefanía Kristín var á 3. besta skori liðs síns „The Falcons“, samtals 166 höggum (85 81) og bætti sig því um 4 högg milli daga. Hún lauk keppni T-27, fór upp um 2 sæti í einstaklingskeppninni. „The Falcons“, lið Pfeiffer háskóla lauk keppni í  7. sæti og taldi skor Stefaníu Kristínar, sem var á 3. besta skori liðsins. Næsta mót Stefaníu Kristínar og „The Falcons“ er Agnes McAmis Memorial, sem fram fer í Greenville, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 09:00

Arnold Palmer gefur $200.000 til First Tee í Flórída

Mót vikunnar á bandaríska PGA er Arnold Palmer Invitational sem fram fer á Bay Hill og hefst nú á morgun. Það er  Tiger Vonn Woods sem á titil að verja! Golfgoðsögnin (Arnold Palmer), sem mótið er kennt við, er afar rausnarlegur. Þannig gaf hann First Tee í Flórída nú á dögunum $ 200.000 (yfir 24 milljónir íslenskra króna), en fjárhæðinni er m.a. ætlað að fara í styrktarsjóð sem kenndur er við kónginn (Arnie Palmer). Talið er að 45.000 ungmenni, sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni eigi Arnie mikið að þakka, en golfíþróttin er mjög dýr í Bandaríkjunum og margar fjölskyldurnar, sem ekki geta staðið undir þeim kostnaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk keppni á 76 höggum í Louisiana

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State luku í gær leik á Carter Plantation Intercollegiate, en mótið var í boði Southeasters Louisiana University. Þátttakendur voru 66 frá 12 háskólum. Spilað var á golfvelli Carter Plantation golfklúbbsins í Springfield, Louisiana en völlurinn er par-72 og 7104 yarda (6496 metra) langur. Þetta er fyrsti völlurinn sem PGA leikmaðurinn David Toms hannaði, en sjá má myndir af honum á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:  Þetta var tveggja daga mót sem fór fram 18.-19. mars og var lokahringurinn spilaður í gær. Andri Þór var á 4. besta skori liðs síns – bætti sig á öðrum degi um 4-6 högg frá fyrri keppnisdegi.  Samtals spilaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 07:00

PGA: Tiger, Els og Rose spila saman á 1. hring Arnold Palmer Inv – Rástímar og paranir

Hér má sjá rástíma og paranir fyrstu tvo dagana í Arnold Palmer Invitational, sem fram fer í Bay Hill, Flórída og er mót vikunnar á PGA mótaröðinni. • •�• Nr. 1 (fimmtudag); Nr. 10 (föstudag) 1. hringur/2. hringur 7:30 a.m./12:10 p.m.: Pat Perez, Bob Estes, Willi a.m. McGirt 7:42 a.m./12:22 p.m.: Charley Hoffman, Boo Weekley, Rod P a.m.pling 7:53 a.m./12:33 p.m.: Chad C a.m.pbell, Brian Davi, Grah a.m. DeLaet 8:05 a.m./12:46 p.m.: Kevin Streelman, Jason Dufner, Lee Westwood 8:16 a.m./12:55 p.m.: Brian Gay, Nick Watney, Tim Clark 8:28 a.m./1:08 p.m.: David Toms, Lucas Glover, Gary Woodland 8:39 a.m./1:19 p.m.: Scott Brown, Tommy Gainey, Rickie Fowler 8:51 a.m./1:31 p.m.: Charlie Beljan, Sean O’Hair, Henrik Stenson 9:02 a.m./ 1:42 p.m.: Scott Lesa meira