PGA: Rose leiðir á Arnold Palmer Inv. – Hápunktar og högg 1.dags
Það er einn úr Tiger-hollinu sem tekið hefir forystuna eftir 1. dag Arnold Palmer Invitational, sem hófst í kvöld á Bay Hill. Justin Rose er í efsta sæti á 7 undir pari, 65 höggum. Rosy fékk 1 örn, 6 fugla, 10 pör og 1 skolla. Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er Bandaríkjamaðurinn John Huh og í 3. sæti á 4 undir pari, 68 höggum eru landi hans John Rollins og Kanadamaðurinn Brad Fritsch. Í fimmta sætinu, á 3 undir pari, 69 höggum eru síðan Tiger Woods, sjálfur, sem gæti náð 1. sætinu á heimslistanum, sigri hann í mótinu og Charley Hoffman, Ryo Ishikawa, Nick Watney, Sean O´Hearn, Daninn Lesa meira
LPGA: Mót vikunnar er Kia Classic
Mót vikunnar á LPGA er Kia Classic, en mótið fer fram á golfvelli Aviara golfklúbbsins í Carlsbad, Kaliforníu. Öll stærstu nöfnin í kvennagolfinu eru meðal keppenda þ.á.m. Stacy Lewis, sem velti Yani Tseng úr 1. sæti Rolex-heimslistans s.l. helgi og „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen. Stóra spurningin er hvort Yani Tseng takist að verja titil sinn? Eins er Natalie Gulbis stigin upp úr malaríunni, sem hún náði sér í við keppni í Asíu, en hún skráð meðal keppenda. Uppáhald margra Michelle Wie, bleiki pardusinn Paula Creamer, Christie Kerr, Lexi Thompson og W-7 módelið fyrrverandi Sandra Gal taka þátt og svo nokkrar af „nýju stúlkunum á LPGA 2013″ sem Golf 1 hefir Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Alexandra Vilatte – (31. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira
GSÍ: Fundur dómaranefndar GSÍ í kvöld – Til umræðu: „Hvernig bætum við leikhraða?“
Dómaranefnd GSÍ verður með fræðslu- og umræðufund í kvöld. fimmtudaginn 21. mars kl.20:00 í D-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og verður þar rætt um með hvaða hætti við getum aukið leikhraða í mótum. Hörður Geirsson alþjóðadómari mun kynna greinagerð sem R&A hefur tekið saman um aðgerðir til að auka leikhraða í mótum. Þá mun Þórður Ingason fjalla um „5 mínútna regluna“ þ.e. þegar kylfingur kemur of seint á teig. Allir golfdómarar eru velkomnir á fundinn sem og áhugamenn um golfreglur.
Skemmtilegt myndskeið um það sem misferst í golfi
Það eru mörg vandræðalegu mómentin í golfi. Hvort heldur það er að missa af örstuttu pútti, ná ekki að slá boltann eða flumbrast á einhvern ótrúlega hátt við sláttinn. Eða þá ef slegið er í aðra eða boltinn endurkastast í sjálfan mann af einhverju s.s. tré. Síðan eru það alvarlegu mistökin þegar keyrt er of hratt á golfbíl þannig að hann veltur. Samt er það svo að það er alveg ótrúlega gaman að verða vitni að einhverju ofangreindu. Sjá má nýtt mistaka golfmyndskeið með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: — Stewart Cink — 21. mars 2013
Það er bandaríski kylfingurinn Stewart Ernest Cink, sem er afmæliskylfingur dagsins. Cink er fæddur í Huntsville, Alabama, 21. mars 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Cink er með hávaxnari mönnum á PGA Tour, eða 1,93 m. Frægastur er hann fyrir að hafa „stolið sigrinum“ af Tom Watson á Opna breska 2009. Hann var líka í 40 vikur á topp-10 lista heimslistans á árunum 2004-2009, en minna hefir kveðið að honum s.l. ár. Alls hefir hann sigrað 13 sinnum á atvinnumannsferli sínum, en hann gerðist atvinnumaður í golfi 1995. Þar af vann hann 6 sinnum á PGA Tour og 3 sinnum ámótaröðinni, sem nú heitir Web.com Tour. Besti Lesa meira
Evróputúrinn: Leik frestað á Malasíu vegna þrumuveðurs – Aphibarnrat leiðir eftir 1. dag
Í dag hófst Maybank Malaysia Open sem er mót vikunnar á Evróputúrnum en spilað er í Kuala Lumpur í Malasíu. Nú fyrir stuttu var leik hætt vegna þrumuveðurs og eldinga, en stórhættulegt er að vera við golfleik við slíkar aðstæður og mættu þeir fjölmörgu Íslendingar sem eru að fara að spila golf á suðlægari slóðum um páskana hafa það hugfast!!! Ekki vera úti í þrumuveðri – leita skjóls strax!!! En aftur að Maybank Malaysía Open. Eftir þennan mjög svo stytta dag þar sem sumir kylfingar hafa ekki einu sinni verið ræstir er Thaílendingurinn Kiradech Amphibarnrat í forystu á 7 undir pari, 65 höggum. Nokkrir deila 2. sætinu að svo komnu Lesa meira
Sögulegt: Ye Wo-cheng – 12 ára strákur – yngstur til að spila á móti European Tour!
Ye Wo-cheng er bara 12 ára strákur, en hann er þegar búinn að vinna sér inn keppnisrétt á móti á Evrópumótaröðinni… yngstur allra til að gera svo! Ye tók þátt í 2 hringja úrtökumóti í Kína þar sem verið var að bítast um þátttökurétt í Volvo China Open og viti menn Ye stóð upp úr. Sjá má frásögn blaðafulltrúa Evrópumótaraðarinnar um árangur Ye á 1. hring með því að SMELLA HÉR: og síðan frásögn þegar Ye skrifaði sig í golfsögubækurnar 12 ára gamall með því að SMELLA HÉR: Ye spilaði á samtals 142 höggum (68 74) og fær því að taka þátt í Volvo China Open sem fram fer í Lesa meira
Er Tiger aðeins 4 daga frá því að binda endi á 871 dags fjarveru frá 1. sæti heimslistans?
Tiger Woods er aðeins 4 daga frá því að ljúka 871 dags fjarveru frá toppnum á heimslistanum, 1. sætinu. Tiger var síðast á toppnum 30. október 2010. Tiger hefir stöðugt verið að saxa á forskot núverandi nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem á í vandræðum með að venjast nýjum kylfum frá NIKE. Tiger hefur í dag keppni á Arnold Palmer Invitational vitandi að 8. sigur hans í því móti muni koma honum aftur í toppsætið. Brian Wacker á PGA Tour hefir jafnvel talið klukkustundirnar á fjarveru Tiger frá 1. sæti heimslistans eða 20.904 stundir. Þetta er ansi langur tími. „Þetta hefir verið langt ferli,“ sagði Tiger m.a. á blaðamannafundi Lesa meira
G Mac staðfestir brúðkaupsdaginn 29. sept ´13
Graeme McDowell hefir staðfest að hann muni kvænast 29. september seinna á þessu ári. McDowell og kæresta hans Kristin Stape munu fagna brúðkaupi sínu bæði í Bandaríkjunum og í hinu elskaði Portrush hans GMac. Fyrrum meistari Opna bandaríska (GMac) upplýsti um brúðkaupsdaginn í gær (þ.e. deginum fyrir Arnold Palmer Invitational, sem er mót vikunnar á PGA Tour) – í Orlando – sem er í um 20 mínútna keyrslu frá heimili Graeme og Kristinar, í Lake Nona. „Við ákváðum að brúðkaupið yrði í vikunni eftir Tour Championship og það er 29. september og við erum bæði spennt,“ sagði McDowell. „En þetta verður auðvitað bara ef hún vill mig enn“ sagði brosandi GMac. Þetta Lesa meira










